Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

114. fundur 12. febrúar 2014 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hannes Höskuldsson 3. varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Boð frá Skipulagsstofnun um þátttöku í mótun landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201401119Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 20. janúar s.l. býður Skipulagsstofnun sveitarfélögum þátttöku í mótun landsskipulagsstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa þátttöku f.h. Norðurþings.

2.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar

Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingum deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings, en kynningartími var frá 23. desember 2013 til 5. febrúar 2014. Tillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og greinargerð felld inn á uppdrætti. Breytingar deiliskipulagsins eru tvíhliða. Annarsvegar eru skilgreind tvö svæði fyrir tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmdanna. Hinsvegar er skipulagssvæðið útvíkkað lítillega til suðurs að meintum sveitarfélagamörkum Norðurþings og Skútustaðahrepps. Þar er skilgreindur reitur fyrir vatnsveitu og raforkuframleiðslu. Breytingartillagan var sérstaklega kynnt á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 20. desember s.l. Engin sjónarmið komu fram á þeirri kynningu sem gáfu tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Engar athugasemdir bárust við almenna kynningu tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

3.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. lóðarhafa að Lyngholti 3 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201312022Vakta málsnúmer

Nú er lokið athugasemdafresti vegna grenndarkynningar tillögu að smávægilegri breytingu deiliskipulags Holtahverfis. Skipulagstillagan og greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A2. Breytingin felur í sér smávægilegar breytingar á byggingarrétti innan lóðarinnar að Lyngholti 3. Skipulagsbreytingin var grenndarkynnt nágrönnum sbr. fundargerð skipulagsnefndar í desember, með athugasemdafresti til 6. febrúar s.l. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

4.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, ósk um umsögn

Málsnúmer 201401076Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um tillögu að breytingu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felur í sér að Kröflulínu 3 er bætt inn í skipulagið. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillöguna og gerir ekki athugasemdir við hana.

5.Deiliskipulag brúarsvæðis við Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402035Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir framkvæmdasvæði vegna vegagerðar og byggingar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við Skútustaðahrepp. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndirnar skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga.

6.Baldur Hólmsteinsson sækir um breytta skráningu fasteignarinnar Grjótnes II

Málsnúmer 201401120Vakta málsnúmer

Baldur Hólmsteinsson f.h. eigenda að Grjótnesi II óskar eftir því að gamla íbúðarhúsið á jörðinni verði skráð sem frístundahús í stað geymslu. Á undanförnum árum hefur húsið verið lagfært til frístundanota. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna um breytinguna til Þjóðskrár. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

7.Óleyfisbyggingar á miðhafnarsvæði

Málsnúmer 201402036Vakta málsnúmer

Við gildistöku deiliskipulags miðhafnarsvæðis í desember 2012 voru línur lagðar um hvar heimila mætti hús á stöðuleyfum. Þar sem afgreiðsla skipulagsins dróst á langinn var ákveðið að samþykkja áframhaldandi stöðuleyfi mannvirkja á svæðinu til loka október 2013 þó þau væru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hlutast til um að eftirfarandi mannvirki verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k. þar sem þau eru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags og stöðuleyfi þeirra útrunnin: 1. Miðasöluhús Norðursiglingar á þaki verbúða Hafnarsjóðs að Hafnarstétt 17.2. Smáhýsi á þaki Hafnarstéttar 7. Hannes sat hjá við þessa afgreiðslu.

8.Norðlenska matborðið ehf. óskar eftir umsögn um hugsanleg byggingaráform við sláturhúsið á Húsavík

Málsnúmer 201402021Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um hugmyndir að viðbyggingu við úrbeiningarsal kjötvinnslu sláturhúss Norðlenska um 10 m til austurs. Meðfylgjandi erindi er rissmynd sem sýnir afstöðu. Á fundi sínum þann 19. janúar 2012 lagðist nefndin gegn hliðstæðu erindi um byggingu viðbyggingar á sama stað um 15 m til austurs. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla umsagnar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða byggingu.

9.Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu á Hafnarstétt

Málsnúmer 201401139Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að leggja fráveitulagnir frá Búðarárgili um Hafnarstétt inn á fráveitulögn í Naustagili. Meðfylgjandi umsókn eru útboðsgögn. sem lýsa framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði heimild til framkvæmdanna eins og þær eru kynntar. Soffía vék af fundi við þessa afgreiðslu.

10.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 14. janúar s.l. lagði Tómstunda- og æskulýðsnefnd til að nefndir og ráð sveitarfélagsins vísi málum er varðar málefni ungs fólks í sveitarfélaginu til umsagnar í Ungmennaráði Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar ábendinguna og mun vísa viðeigandi málum til umsagnar hjá Ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 13:00.