Fara í efni

Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar

Málsnúmer 201310056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Óskað er eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings. Breytingin nær til þess að skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna vegagerðarinnar. Nefndin lítur svo á að skv. aðalskipulagi og samþykktu deiliskipulagi þar sem skilgreindur er vegur meðfram Jökulsá verði að reikna með vinnubúðum vegna vegagerðar. Nefndin telur því að falla megi frá gerð skipulagslýsingar sbr. 3. mgr. 40. gr og almennum kynningarfundi sbr. 4. mgr. 40. gr. sömu laga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. að fengnu samþykki Svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Bæjarstjórn Norðurþings - 29. fundur - 15.10.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings.
Breytingin nær til þess að skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna vegagerðarinnar.

Nefndin
lítur svo á að skv. aðalskipulagi og samþykktu deiliskipulagi þar sem skilgreindur er vegur meðfram Jökulsá verði að reikna með vinnubúðum vegna vegagerðar.
Nefndin telur því að falla megi frá gerð skipulagslýsingar sbr. 3. mgr. 40. gr og almennum kynningarfundi sbr. 4. mgr. 40. gr. sömu laga.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. að fengnu samþykki Svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. október s.l. lagði nefndin til við bæjarstjórn að kynnt yrði breyting deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings þar sem skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Nú hefur verið óskað eftir að deiliskipulaginu verði breytt enn frekar áður en það fer í kynningu. Breytingin nú felst í því að skipulagsmörkin eru færð lítillega til suðurs, að sveitarfélagamörkum við Skútustaðahrepp. Deiliskipulagið komi þar með til með að fjalla um veitumannvirki sem tengjast bílastæði við Dettifoss, þ.m.t. borholu, vatnsveitu, vatnstank, rafstöð, vindmyllu, sólarsellu og tilheyrandi lögnum. Deiliskipulagstillagan samræmist þar deiliskipulagi bílastæðisins sem fjallað hefur verið um hjá Skútustaðahreppi og kynnt hefur verið skipulagsnefnd Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar skynsamlegar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði kynntar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. október s.l. lagði nefndin til við bæjarstjórn að kynnt yrði breyting deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings þar sem skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Nú hefur verið óskað eftir að deiliskipulaginu verði breytt enn frekar áður en það fer í kynningu. Breytingin nú felst í því að skipulagsmörkin eru færð lítillega til suðurs, að sveitarfélagamörkum við Skútustaðahrepp. Deiliskipulagið komi þar með til með að fjalla um veitumannvirki sem tengjast bílastæði við Dettifoss, þ.m.t. borholu, vatnsveitu, vatnstank, rafstöð, vindmyllu, sólarsellu og tilheyrandi lögnum. Deiliskipulagstillagan samræmist þar deiliskipulagi bílastæðisins sem fjallað hefur verið um hjá Skútustaðahreppi og kynnt hefur verið skipulagsnefnd Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar skynsamlegar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði kynntar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingum deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings, en kynningartími var frá 23. desember 2013 til 5. febrúar 2014. Tillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og greinargerð felld inn á uppdrætti. Breytingar deiliskipulagsins eru tvíhliða. Annarsvegar eru skilgreind tvö svæði fyrir tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmdanna. Hinsvegar er skipulagssvæðið útvíkkað lítillega til suðurs að meintum sveitarfélagamörkum Norðurþings og Skútustaðahrepps. Þar er skilgreindur reitur fyrir vatnsveitu og raforkuframleiðslu. Breytingartillagan var sérstaklega kynnt á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 20. desember s.l. Engin sjónarmið komu fram á þeirri kynningu sem gáfu tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Engar athugasemdir bárust við almenna kynningu tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingum deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings, en kynningartími var frá 23. desember 2013 til 5. febrúar 2014. Tillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og greinargerð felld inn á uppdrætti. Breytingar deiliskipulagsins eru tvíhliða. Annarsvegar eru skilgreind tvö svæði fyrir tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmdanna. Hinsvegar er skipulagssvæðið útvíkkað lítillega til suðurs að meintum sveitarfélagamörkum Norðurþings og Skútustaðahrepps. Þar er skilgreindur reitur fyrir vatnsveitu og raforkuframleiðslu.
Breytingartillagan var sérstaklega kynnt á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 20. desember s.l. Engin sjónarmið komu fram á þeirri kynningu sem gáfu tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Engar athugasemdir bárust við almenna kynningu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt." Til máls tók: Jón Grímsson. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarefndar.