Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla
Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna lagningar jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla. Skipulagsstofnun kom þeim sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september að æskilegt sé að fram komi í lýsingu hvaða umsagnaraðilar fái hana til umsagnar. Einnig er þar minnt á að auglýsa verði með áberandi hætti kynningu lýsingarinnar. Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september. Skipulagsráðgjafa falið að færa inn upplýsingar um umsagnaraðila og kynningu í lýsinguna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
2.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka
Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna færslu háspennumannvirkja að og frá iðnaðarsvæði á Bakka. Tjörneshreppur kom þeim sjónarmiðum á framfæri að hreppsnefnd teldi tilfærslu háspennumannvirkja til bóta, en lýsir jafnframt þeirri afstöðu sinni að rétt hefði verið að leggja umræddar háspennulínur að iðnaðarsvæði á Bakka í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða. Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. september að hún telji ekki tilefni til umsagnar um lýsinguna að nýju. Hinsvegar er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar. Aðrar umsagnir bárust ekki um skipulagslýsinguna. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu með tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
3.Deiliskipulag hótellóðar Stracta
Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöllinn á Húsavík og deiliskipulags svæðis undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulagsstofnun kom eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september. 1. Í aðalskipulagstillögunni þarf að felast ákvæði sem rúmar þá landnotkun sem lýst er í deiliskipulagslýsingu. 2. Fjalla þarf um áhrif af breytingunni og deiliskipulaginu á umhverfi í samræmi við 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga. 3. Vegna kafla 4.2 í lýsingu er minnt á að samkvæmt 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga á að kynna skipulagstillögur áður en sveitarstjórn samþykkir þær til auglýsingar. 4. Bent er á að senda þarf Minjastofnun Íslands breytingartillöguna og heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra deiliskipulagstillöguna. Ennfremur barst skipulagsfulltrúa athugasemd í tölvupósti frá Hreini Hjartarsyni dags. 20. september 2013 um að fyrirliggjandi tillaga geri það illmögulegt að byggja æskilegan veg frá golfvallarafleggjara inn á Reykjaheiðarveg við spennistöð. Tekið verður tillit til sjónarmiða Skipulagsstofnunar við frekari vinnslu skipulagstillagna. Leitast verður við í skipulagstillögum að útiloka ekki tengingu frá þjóðvegi sunnan núverandi byggðar inn á Reykjaheiðarveg. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
4.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka
Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer
Tillaga að 1. áfanga deiliskipulags að Bakka ásamt umhverfisskýrslu var kynnt á vordögum og samþykkt af bæjarstjórn. Vegna annmarka á afgreiðslu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar telur Skipulagsstofnun tilefni til að endurauglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu aðalskipulagsins. Gerðar hafa verið óverulegar leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð og voru þær breytingar kynntar á fundinum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði endurauglýst með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.
5.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker
Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar sorpförgunarsvæðis norðan Kópaskers. Skipulagsstofnun hefur farið yfir málsgögn og gerir hvorki athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefninu né áherslur í umhverfismati. Stofnunin bendir hinsvegar á að samræma þarf skráð flatarmál svæðsins innan lýsingarinnar. Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um aðalskipulagsbreytinguna og tillögu að deiliskipulagi á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september. Einnig var haldinn kynningarfundur um skipulagstillögurnar og tilheyrandi umhverfisskýrslur á Kópaskeri 25. september. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi urðunarsvæðisins og leggur nefndin til við bæjarstjórn að hún verði kynnt óbreytt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingu.
6.Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201309058Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 19. september 2013 óskar Vegagerðin eftir því að Norðurþing láti vinna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna gerðar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Fyrirhugað nýtt brúarstæði er 500 m sunnan og ofan við núverandi brú. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags.
7.Erindi vegna lóðarinnar að Laugarbrekku 23, Húsavík
Málsnúmer 201308002Vakta málsnúmer
Fyrir liggur svar lóðarhafa að Laugarbrekku 23 dags. 3. október 2013 við fyrirspurn byggingarfulltrúa um áform um lóðarfrágang. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að gámur sem staðið hefur á lóðinni um nokkurra ára skeið verði fjarlægður fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt tryggi lóðarhafi að öryggisgirðingu umhverfis lóðina verði viðhaldið eftir því sem tilefni er til. Í ljósi sjónarmiða sem reifuð eru í bréfi lóðarhafa frestar nefndin frekari kröfum um úrbætur lóðarfrágangs til 1. júní 2014.
8.Þórsteinunn R. Sigurðardóttir sækir um leyfi til að skipta um og breyta gluggum efri hæðar Laugarbrekku 18
Málsnúmer 201309083Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til gluggabreytinga á efri hæð Laugarbrekku 18. Erindið var móttekið og samþykkt af byggingarfulltrúa 24. september 2013.
9.Almar Eggertsson f.h. Impact ehf. óskar eftir leyfi fyrir breytingum á þaki Garðarsbrautar 21
Málsnúmer 201309089Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir breytingum á suðurhluta þaks Garðarsbrautar 21 á Húsavík. Ætlunin er að skipta um þakjárn og setja þakrennu utan á þakkant. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 3. október 2013.
10.Steinunn Sigurjónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Laxárlundi 3 eftir breyttum teikningum
Málsnúmer 201309022Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir breyttum teikningum af viðbyggingu við Laxárlund 3. Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 12. september 2013.
11.Fjárhagsáætlun liðar 09 árið 2014
Málsnúmer 201310053Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þann fjárhagsramma sem ákveðinn hefur verið fyrir fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2014. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að ramminn miðar við að ekki verði farið í stóriðjuframkvæmdir á Bakka. Bregðast þurfi skjótt við með auknar fjárveitingar komi þar til framkvæmda á komandi ári.
12.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar
Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer
Óskað er eftir afgreiðslu á tillögu að breytingu deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings. Breytingin nær til þess að skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna vegagerðarinnar. Nefndin lítur svo á að skv. aðalskipulagi og samþykktu deiliskipulagi þar sem skilgreindur er vegur meðfram Jökulsá verði að reikna með vinnubúðum vegna vegagerðar. Nefndin telur því að falla megi frá gerð skipulagslýsingar sbr. 3. mgr. 40. gr og almennum kynningarfundi sbr. 4. mgr. 40. gr. sömu laga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. að fengnu samþykki Svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fundi slitið - kl. 13:00.