Fara í efni

Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201309058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Með bréfi dags. 19. september 2013 óskar Vegagerðin eftir því að Norðurþing láti vinna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna gerðar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Fyrirhugað nýtt brúarstæði er 500 m sunnan og ofan við núverandi brú. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu vegna breyttrar legu hringvegar við Jökulsá á Fjöllum. Nefndin telur ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni á þessu stigi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu vegna breyttrar legu hringvegar við Jökulsá á Fjöllum. Nefndin telur ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni á þessu stigi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. Engin athugasemd barst á kynningartíma, en Umhverfisstofnun tiltók í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 4. desember að stofnunin gerði ekki athugasemdir við lýsinguna. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. Engin athugasemd barst á kynningartíma, en Umhverfisstofnun tiltók í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 4. desember að stofnunin gerði ekki athugasemdir við lýsinguna. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."
Til máls tók: Jón Grímsson.


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.