Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

30. fundur 19. nóvember 2013 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Birna Björnsdóttir 1. varamaður
  • Benedikt Kristjánsson 2. varamaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson 2. varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist Forseti bæjarstjórnar Jónasar Þorgrímssonar frá Presthólum. Jónas var fæddur þann 21.júní 1934 og lést þann 4. nóvember 2013. Jónas sat í sveitarstjórn Presthólahrepps frá 1978 til 1982.

1.Skipun í fulltrúaráð Eyþings

Málsnúmer 201311026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 87. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir bæjarráði liggur að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings. Á aðalfundi Eyþings sem fram fór þann 27. og 28. september s.l. var samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur m.a. í sér að komið verði á fót fulltrúaráði.
Ný grein hljóðar svo:
Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráði eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings.
Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings.
Norðuþing á fyrir einn fulltrúa í stjórn Eyþings, Gunnlaug Stefánsson, og þarf því aðeins að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið og tvo varamenn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi skipan aðila í fulltrúaráð verði samþykkt.
Að Olga Gísladóttir verði aðalmaður fulltrúarráðs Eyþings.Að Soffía Helgadóttir verði 1. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.Að Friðrik Sigurðsson verði 2. varamaður fulltrúaráðs Eyþings. Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Bæjarráð Norðurþings - 87

Málsnúmer 1311004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 87. fundar bæjarráðs. Til máls tóku undir 7. lið - Benedikt og Hafsteinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

3.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32

Málsnúmer 1311003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 32. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir 3. lið - Soffía, Friðrik og Benedikt. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

4.Bæjarráð Norðurþings - 86

Málsnúmer 1311002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 86. fundar bæjarráðs. Til máls tóku undir 2. lið - Friðrik og GunnlaugurTil máls tóku undir 13. lið - Benedikt, Friðrik og OlgaTil máls tóku undir 6. lið - Friðrik, Birna, Gunnlaugur, Soffía og Trausti.Til máls tóku undir 7. lið - Benedikt.Til máls tóku undir 8. lið - Friðrik og Guðbjartur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

5.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111

Málsnúmer 1310011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 111. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Til máls tóku undir 9. lið - Benedikt og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

6.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 35

Málsnúmer 1310013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 35. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir 4. lið - Benedikt og Þráinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24

Málsnúmer 1311001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 24. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

8.Bæjarráð Norðurþings - 85

Málsnúmer 1310012Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 85. fundar bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 31

Málsnúmer 1310010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 31. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir 2. lið - Trausti og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 30

Málsnúmer 1310009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 30. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka

Málsnúmer 201311002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu og tilheyrandi umhverfisskýrslu fyrir breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu vegar frá höfn að iðnaðarsvæði á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á lögboðna umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Ennfremur verði hugmynd að skipulagsbreytingunni kynnt á almennum fundi fyrir desemberfund skipulagsnefndar. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

12.Vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri

Málsnúmer 201310122Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 32. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Fyrir nefndinni liggur samantekt fræðslu- og menningarfulltrúa um málefnið ásamt bréfum frá skólastjóra Öxarfjarðarskóla í október og nóvember 2013,
bréfi frá leikskólakennurum við Öxarfjarðarskóla til skólastjóra dags 29. október 2013 og upplýsingum frá stjórn foreldrafélags Öxarfjarðarskóla frá vori 2012.
Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Fram kom á íbúafundi í Öxarfirði að atvinnulíf á svæðinu kallar eftir dagvistun eða leikskóla á Kópaskeri.
Fyrir liggur að ekki er grundvöllur að svo stöddu til að koma á fót leikskóladeild á Kópaskeri sökum barnfæðar. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að sett verði upp dagvistun á Kópaskeri til reynslu í eitt ár. Aðstaða verði í skólahúsinu á Kópaskeri, jafnframt verði annarri starfsemi í húsinu hagað með þeim hætti að öryggi barna og starfsmanna verði fullnægt. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ljúka aðgerðaáætlun í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og vinna að framgangi málsins í samstarfi við bæjarstjóra. Til máls tóku: Soffía og Gunnlaugur. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til aðgerðaráætlun og fullmótuð tillaga um vistun barna á leikskólaaldri á Kópaskeri liggur fyrir. Samþykkt samhljóða.

13.3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2015 - 2017

Málsnúmer 201311015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árin 2015 - 2017. Erindið var tekið fyrir á 86. fundi bæjarráðs. Til máls tóku: Guðbjartur, Benedikt og Soffía. Bæjarstjórn hefur tekið 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings (2015 -2017 ) til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu.Samþykkt samhljóða.

14.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Erindið var tekið fyrir á 86. fundi bæjarráðs. Til máls tók: Guðbjartur Bæjarstjórn hefur tekið fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu.Samþykkt samhljóða.

15.Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201309058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu vegna breyttrar legu hringvegar við Jökulsá á Fjöllum. Nefndin telur ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni á þessu stigi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

16.Sveinn Hreinsson f.h. eignasjóðs sækir um að stofnuð verði lóð út úr Aðalbraut 20-22 undir og umhverfis löndunarhús

Málsnúmer 201310074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 946 m² lóðar undir og umhverfis löndunarhús á Raufarhöfn. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

17.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mætti til fundarins og kynnti skipulagstillögur vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar við golfvöll.
a)
Kynnt var tillaga að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun þjónustusvæðis við golfvöll þannig að unnt verði að útbúa lóð undir hótel við golfvöllinn auk áður fyrirhugaðrar lóðar undir golfskála. Skipulagstillagan sýnir einnig tillögu að vegtengingu frá þjóðvegi nr. 85 sunnan sláturhúss Norðlenska í Langholt og tengingu af þeim vegi til þjónustusvæðis við golfvöll.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagstillögunnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b)
Kynnt var tillaga að deilliskipulagi þjónustusvæðis við golfvöll. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarlóðum á skipulagssvæðinu, annari undir hótel og hinni undir golfskála.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til almennrar kynningar skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Friðrik Tillaga skipulags- og byggingarnefndar vegna breytingar á aðalskipulagi, samkvæmt a) lið samþykkt samhljóða.
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar vegna breytingar á deiliskipulagi, samkvæmt b) lið samþykkt samhljóða.

18.Deiliskipulag lóðar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201308074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu deiliskipulags lóðarinnar að Ketilsbraut 22 á Húsavík. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendi umsögn um skipulagstillöguna þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við framlagða tillögu. Engar aðrar umsagnir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

19.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu deiliskipulags urðunarsvæðis í Laugardal.
Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendu umsagnir um skipulagstillöguna og kemur þar fram að stofnanirnar gera ekki athugasemdir við tillöguna.
Engar aðrar umsagnir eða athugasemdir bárust um skipulagstillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda
hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:15.