Skipun í fulltrúaráð Eyþings
Málsnúmer 201311026
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 87. fundur - 14.11.2013
Fyrir bæjarráði liggur að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings. Á aðalfundi Eyþings sem fram fór þann 27. og 28. september s.l. var samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur m.a. í sér að komið verði á fót fulltrúaráði. Ný grein hljóðar svo: Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráði eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Norðuþing á fyrir einn fulltrúa í stjórn Eyþings, Gunnlaug Stefánsson, og þarf því að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið og tvo varamenn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi skipan aðila í fulltrúaráð verði samþykkt. Að Olga Gísladóttir verði aðalmaður fulltrúarráðs Eyþings.Að Soffía Helgadóttir verði 1. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.Að Friðrik Sigurðsson verði 2. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.
Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 87. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir bæjarráði liggur að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings. Á aðalfundi Eyþings sem fram fór þann 27. og 28. september s.l. var samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur m.a. í sér að komið verði á fót fulltrúaráði.
Ný grein hljóðar svo:
Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráði eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings.
Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings.
Norðuþing á fyrir einn fulltrúa í stjórn Eyþings, Gunnlaug Stefánsson, og þarf því aðeins að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið og tvo varamenn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi skipan aðila í fulltrúaráð verði samþykkt.
Að Olga Gísladóttir verði aðalmaður fulltrúarráðs Eyþings.Að Soffía Helgadóttir verði 1. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.Að Friðrik Sigurðsson verði 2. varamaður fulltrúaráðs Eyþings. Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Ný grein hljóðar svo:
Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráði eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings.
Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings.
Norðuþing á fyrir einn fulltrúa í stjórn Eyþings, Gunnlaug Stefánsson, og þarf því aðeins að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið og tvo varamenn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi skipan aðila í fulltrúaráð verði samþykkt.
Að Olga Gísladóttir verði aðalmaður fulltrúarráðs Eyþings.Að Soffía Helgadóttir verði 1. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.Að Friðrik Sigurðsson verði 2. varamaður fulltrúaráðs Eyþings. Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.