Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa
Málsnúmer 201311043Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Samgöngustofu þar sem vakin er athygli á að alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn 17. nóvmeber n.k. Eru landsmenn hvattir til að nota þennan dag til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og þeim sem slasast en jafnframt íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni. Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.Um það bil 4.000 manns láta lífið og hundruð þúsund slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Með erindi þessu felst hvatning til forsvarsmanna sveitarfélaga til að minna íbúa á þennan dag og hvetja fólk til þátttöku. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og hvetur íbúa sveitarfélagsins til þátttöku á minningardaginn og sýna ávalt aðgæslu og ábyrgð í umferðinni.
2.Atvinnuveganefnd Alþingis, hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 14. mál
Málsnúmer 201311055Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar frá atvinnuveganefnd Alþingis um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum. Þingskjal 14 - 14. mál. Lagt fram til kynningar.
3.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013
Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur 117. fundur stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem fram fór 6. nóvember s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 157. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 6. nóvember s.l. ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014 og áætlaðri kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
5.Skipun í fulltrúaráð Eyþings
Málsnúmer 201311026Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings. Á aðalfundi Eyþings sem fram fór þann 27. og 28. september s.l. var samþykkt tillaga að breytingum á lögum Eyþings sem felur m.a. í sér að komið verði á fót fulltrúaráði. Ný grein hljóðar svo: Kosið skal í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráði eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum.Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Norðuþing á fyrir einn fulltrúa í stjórn Eyþings, Gunnlaug Stefánsson, og þarf því að skipa einn fulltrúa í fulltrúaráðið og tvo varamenn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi skipan aðila í fulltrúaráð verði samþykkt. Að Olga Gísladóttir verði aðalmaður fulltrúarráðs Eyþings.Að Soffía Helgadóttir verði 1. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.Að Friðrik Sigurðsson verði 2. varamaður fulltrúaráðs Eyþings.
6.Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar
Málsnúmer 201311042Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Byggðastofnun vegna úthlutunar aflamarks stofnunarinnar að 400 þorskígildistonnum á Raufarhafnar til GPG Seafood og samstarfaðila. Á fundinn mætti Gunnlaugur Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG - Seafood og fór yfir og kynnti starfsemi fyrirtækisins á Raufarhöfn. Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi úthlutun og væntir þess að hún verði byggðarlaginu Raufarhöfn til framdráttar.
7.Sorpsamlag Þingeyinga 2013
Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá hluthafafundi Sorpsamlags Þingeyinga ehf. fyrr á árinu, þar sem samþykkt var að leggja til að auka hlutafé um allt að 50 milljónir á árinu 2013. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., eignarhlutur Norðurþings er 65,65%
8.Álagning gjalda 2014
Málsnúmer 201311087Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014. Bæjarráð frestar afgreiðslu álagningar gjalda ársins 2014 til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 18:00.