Fara í efni

Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109. fundur - 11.09.2013

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt kynnti tillögu sína að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar þjónustureits við golfvöll á Húsavík sem og tillögu að deiliskipulagi þess reits undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Arnhildur Pálmadóttir arkitekt kynnti tillögu sína að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar þjónustureits við golfvöll á Húsavík sem og tillögu að deiliskipulagi þess reits undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöllinn á Húsavík og deiliskipulags svæðis undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulagsstofnun kom eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september. 1. Í aðalskipulagstillögunni þarf að felast ákvæði sem rúmar þá landnotkun sem lýst er í deiliskipulagslýsingu. 2. Fjalla þarf um áhrif af breytingunni og deiliskipulaginu á umhverfi í samræmi við 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga. 3. Vegna kafla 4.2 í lýsingu er minnt á að samkvæmt 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga á að kynna skipulagstillögur áður en sveitarstjórn samþykkir þær til auglýsingar. 4. Bent er á að senda þarf Minjastofnun Íslands breytingartillöguna og heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra deiliskipulagstillöguna. Ennfremur barst skipulagsfulltrúa athugasemd í tölvupósti frá Hreini Hjartarsyni dags. 20. september 2013 um að fyrirliggjandi tillaga geri það illmögulegt að byggja æskilegan veg frá golfvallarafleggjara inn á Reykjaheiðarveg við spennistöð. Tekið verður tillit til sjónarmiða Skipulagsstofnunar við frekari vinnslu skipulagstillagna. Leitast verður við í skipulagstillögum að útiloka ekki tengingu frá þjóðvegi sunnan núverandi byggðar inn á Reykjaheiðarveg. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mætti til fundarins og kynnti skipulagstillögur vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar við golfvöll. a) Kynnt var tillaga að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun þjónustusvæðis við golfvöll þannig að unnt verði að útbúa lóð undir hótel við golfvöllinn auk áður fyrirhugaðrar lóðar undir golfskála. Skipulagstillagan sýnir einnig tillögu að vegtengingu frá þjóðvegi nr. 85 sunnan sláturhúss Norðlenska í Langholt og tengingu af þeim vegi til þjónustusvæðis við golfvöll.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri. Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagstillögunnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. b) Kynnt var tillaga að deilliskipulagi þjónustusvæðis við golfvöll. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarlóðum á skipulagssvæðinu, annari undir hótel og hinni undir golfskála.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri. Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til almennrar kynningar skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 35. fundur - 05.11.2013

Nefndin kynnti sér deiliskipulagstillögu vegna hótellóðar Stracta sem er á milli Lyngholts og Katlavallar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mætti til fundarins og kynnti skipulagstillögur vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar við golfvöll.
a)
Kynnt var tillaga að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun þjónustusvæðis við golfvöll þannig að unnt verði að útbúa lóð undir hótel við golfvöllinn auk áður fyrirhugaðrar lóðar undir golfskála. Skipulagstillagan sýnir einnig tillögu að vegtengingu frá þjóðvegi nr. 85 sunnan sláturhúss Norðlenska í Langholt og tengingu af þeim vegi til þjónustusvæðis við golfvöll.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagstillögunnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b)
Kynnt var tillaga að deilliskipulagi þjónustusvæðis við golfvöll. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarlóðum á skipulagssvæðinu, annari undir hótel og hinni undir golfskála.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til almennrar kynningar skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Friðrik Tillaga skipulags- og byggingarnefndar vegna breytingar á aðalskipulagi, samkvæmt a) lið samþykkt samhljóða.
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar vegna breytingar á deiliskipulagi, samkvæmt b) lið samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014

Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar frá 12. desember s.l. að gera þurfi eftirfarandi breytingar á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar verslunar og þjónustusvæðis V3 áður en hún er auglýst til almennrar kynningar: 1. Breyta tölugildi flatarmáls þjónustulóðar í töflu bls. 14 í kafla 24.2. Rökstyðja nánar hvernig aðkoma að Holtahverfi batni með tilkomu nýrrar vegtengingar við þjóðveg nr. 85.3. Óska þarf umsagnar Vegagerðarinnar vegna breyttra vegtenginga við þjóðveg. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga eftir að tekið hefur verið tillit til ofangreindra athugasemda. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að aðalskipulagsbreytingunni þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með áorðnum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga. Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins eins og áður hefur verið ákveðið.

Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar frá 12. desember s.l. að gera þurfi eftirfarandi breytingar á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar verslunar og þjónustusvæðis V3 áður en hún er auglýst til almennrar kynningar:
1. Breyta tölugildi flatarmáls þjónustulóðar í töflu bls. 14 í kafla 24.2. Rökstyðja nánar hvernig aðkoma að Holtahverfi batni með tilkomu nýrrar vegtengingar við þjóðveg nr. 85.3. Óska þarf umsagnar Vegagerðarinnar vegna breyttra vegtenginga við þjóðveg.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga eftir að tekið hefur verið tillit til ofangreindra athugasemda.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að aðalskipulagsbreytingunni þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með áorðnum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins eins og áður hefur verið ákveðið. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöll á Húsavík og samsvarandi deiliskipulagi. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni við aðalskipulagsbreytingunni. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna af hálfu þessara aðila. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisstofnun veitti umsögn um deiliskipulagstillöguna með bréfi dags. 24. febrúar. Stofnunin metur það sem svo að nýtingarhlutfall upp á 0,4 sé hátt fyrir lóð undir hótel. Stofnunin telur mikilvægt að fyrirhugaðar hótelbyggingar og golfvallarbyggingar myndi heild ef þess er nokkur kostur. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ósennilegt sé að þörf verði fyrir nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir lóð undir hótel og fellst því á að lækka leyfilegt nýtingarhlutfall í 0,3. Nefndin telur ekki tilefni til að setja inn í skipulagið sérstakar kvaðir um samræmi hótelbygginga og golfvallarbyggingar. Aðrar athugasemdir bárust ekki við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöll á Húsavík og samsvarandi deiliskipulagi. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni við aðalskipulagsbreytingunni. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna af hálfu þessara aðila.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfisstofnun veitti umsögn um deiliskipulagstillöguna með bréfi dags. 24. febrúar. Stofnunin metur það sem svo að nýtingarhlutfall upp á 0,4 sé hátt fyrir lóð undir hótel.
Stofnunin telur mikilvægt að fyrirhugaðar hótelbyggingar og golfvallarbyggingar myndi heild ef þess er nokkur kostur. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ósennilegt sé að þörf verði fyrir nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir lóð undir hótel og fellst því á að lækka leyfilegt nýtingarhlutfall í 0,3. Nefndin telur ekki tilefni til að setja inn í skipulagið sérstakar kvaðir um samræmi hótelbygginga og golfvallarbyggingar.
Aðrar athugasemdir bárust ekki við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Til máls tóku: Hjálmar Bogi Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014

Með bréfi dags. 9. apríl 2014 bendir Skipulagsstofnun á að ákvæði vanti um hámarkshæð útveggja og mænis fyrirhugaðra bygginga sem og ákvæði um þakform. Ekki sé heldur gerð grein fyrir yfirbragði fyrirhugaðra mannvirkja. Stofnunin óskar leiðréttingar þar á áður en stofnunin tekur afstöðu til afgreiðslu tillögunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við ábendingunum í formi viðbóta við greinargerð. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulagsráðgjafa. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku.

Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Með bréfi dags. 9. apríl 2014 bendir Skipulagsstofnun á að ákvæði vanti um hámarkshæð útveggja og mænis fyrirhugaðra bygginga sem og
ákvæði um þakform. Ekki sé heldur gerð grein fyrir yfirbragði fyrirhugaðra mannvirkja. Stofnunin óskar leiðréttingar þar á áður en stofnunin tekur afstöðu til afgreiðslu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við ábendingunum í formi viðbóta við greinargerð. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulagsráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.