Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

115. fundur 19. mars 2014 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þorfinnur Jónsson óskar eftir leyfi til að rífa gamalt fjárhús að Ingveldarstöðum og byggja í þess stað vélageymslu að sama grunnfleti

Málsnúmer 201402104Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að fjarlægja gamalt fjárhús (mhl 05) á Ingveldarstöðum og byggja þess í stað vélageymslu skv. teikningum unnum af Marínó Eggertssyni. Grunnflötur vélageymslu verður sá sami og fjárhússins eðan 124,2 m². Þak vélageymslu verður nokkru hærra en þak fjárhússins og rúmmál hennar því 33,4 m³ meira en fjárhússins. Byggingarefni er stálgrind. Með umsókn liggur fyrir skriflegt samþykki eigenda Markar. Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

2.Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Höfða

Málsnúmer 201403061Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða (merkt A2 í aðalskipulagi). Breytingin felst í skerðingu svæðisins vegna jarðgangnagerðar í gegn um Húsavíkurhöfða. Breytingin er bein afleiðing breytingar aðalskipulags vegna breyttrar veglegu út til iðnaðarsvæðis. Skipulagssvæði núverandi deiliskipulags skerðist um 6.692 m² sem m.a. skerðir lóðir að Höfða 8 og 10. Lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar og til þess horft að þær nýtist mögulega undir vinnubúðir til bráðabirgða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur frávik frá gildandi skipulagi ekki stórvægileg og þau skýrt skilgreind í aðalskipulagsbreytingunni. Því telur nefndin ekki tilefni til að taka saman lýsingu vegna skipulagsbreytingarinnar.

3.Stefán Guðmundsson f.h. Gentle Giants-Hvalaferða ehf. sækir um framkvæmdaleyfi á Hafnarstétt 5

Málsnúmer 201403064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til framkvæmda á lóðinni. Fyrir fundi er rissmynd af fyrirhuguðu húsi. Erindið er hliðstætt því sem nefndin fjallaði um á fundi sínum þann 12. júní 2013. Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að skýrar línur hafa verið lagðar í deiliskipulagi um hvað byggja má á lóðinni. Ósk um byggingarleyfi verður afgreitt af byggingarfulltrúa þegar lagðar hafa verið fram fullnægjandi teikningar af húsi sem samrýmast ákvæðum deiliskipulagsins.

4.Björn Skaptason f.h. Kaupgarðs ehf, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hótel að ketilsbraut 22, Húsavík

Málsnúmer 201401144Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti teikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu við hótel að Ketilsbraut 22. Byggingarfulltrúi telur fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í samræmi við gildandi deiliskipulag og hefur hann því samþykkt byggingaráformin. Lagt fram til kynningar.

5.Norðlenska matborðið ehf. óskar eftir umsögn um hugsanleg byggingaráform við sláturhúsið á Húsavík

Málsnúmer 201402021Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags og byggingarnefndar 12. febrúar s.l. var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla umsagnar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða viðbyggingu við kjötvinnslu Norðlenska við Þingeyjarsýslubraut í átt að þjóðvegi. Umsögn Vegagerðarinnar liggur nú fyrir í bréfi dags. 7. mars. 2014. Með vísan til 30 m helgunarsvæðis þjóðvegarins frá miðlínu hafnar Vegagerðin því að leyfi verði veitt fyrir umræddri byggingu. Ennfremur vísar Vegagerðin í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð þar sem segir að ekki skuli byggja nær þjóðvegi en 50 m. Á grundvelli afgerandi umsagnar Vegagerðarinnar telur skipulags- og byggingarnefnd ekki unnt að verða við óskum um þá viðbyggingu sem spurt er um.

6.Elín Rúna Backman óskar eftir leyfi til að starfrækja dýralæknastofu í bílskúr að Baldursbrekku 5

Málsnúmer 201403055Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki Norðurþings fyrir rekstri dýralæknastofu fyrir smádýr í bílskúr húsnæðis að Baldursbrekku 5 á Húsavík. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við að starfrækt verði dýralæknastofa í húsnæðinu.

7.Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn, ný náma við Þeistareykjaveg

Málsnúmer 201403047Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum ný efnistökunáma (RHN-1c) við Reykjaheiðarveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi erindi er greinargerð Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar um málið. Fyrirhuguð náma er í skeringu við Reykjaheiðarveg í stöð 6.450 skv. málkerfi vegarins. Um er að ræða grágrýtisklöpp. Ætlunin er að taka allt að 34.000 m³ af efni úr námunni ef leyfi fæst, með efnistöku til hausts 2014. Fyrirhugað efnistökusvæði er á lítt- eða ógrónu svæði sem raskað hefur verið vegna vegagerðar. Gróðurlendi sem efnistaka raskar er algengt og það hefur ekki sérsakt verndargildi. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að rask vegna efnistökunnar sé ekki líklegt til að hafa veruleg umhverfisáhrif. Jákvæðar afleiðingar efnistökunnar eru svo veruleg stytting aksturs með burðarlagsefni frá því sem væri ef sækja þyrfti efnið í Kvíhólanámu. Nefndin telur því ekki tilefni til að efnistakan skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

8.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óska eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir mannvirki á þaki Nausts, Hafnarstétt 7

Málsnúmer 201402046Vakta málsnúmer

Óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfum fyrir mannvirkjum á þaki Hafnarstéttar 7. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að áframhaldandi stöðuleyfi verði veitt fyrir miðasöluhúsi, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi. Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu. Önnur hús á þakinu samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og skulu því víkja.

9.Örn Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á landi sínu úr Þverá í Reykjahverfi

Málsnúmer 201403051Vakta málsnúmer

Örn Sigurðsson og Sólveig Guðmundsdóttir óska eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á landspildu að Þverá í Reykjahverfi (lnr. 212.570). Flatarmál húss er 118,4 m² og rúmmál 414,5 m³. Húsið verði steinsteypt í viðurkennd frauðplastmót og klætt með bárustáli. Teikningar eru unnar af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

10.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402086Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Umhverfisstofnun, Skútustaðahreppur og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendu umsagnir þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Engar aðrar umsagnir/ábendingar bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

11.Þorfinnur Jónsson óskar eftir leyfi til að stofna lóð út úr Ingveldarstöðum ætlaða undir vélageymslu

Málsnúmer 201402103Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 1.020 m² lóðar undir fyrirhugaða vélageymslu á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

12.Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð úr landi Saltvíkur

Málsnúmer 201403052Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi sambyggðu bílskúr á lóðinni sem tilgreind er hér að ofan. Teikningar eru unnar af Bent Larsen Fróðasyni. Fyrirhuguð bygging reiknast 234,5 m² að flatarmáli og 927,3 m³ að rúmmáli. Skipulag heimilar allt að 270 m² af byggingum á lóðinni með hámarkshæð 5 m og telur nefndin teikningar í samræmi við skipulagsskilmála. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi og með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar fyrir lóðarúthlutun.

13.Bjarni Páll Vilhjálmsson sækir um lóð úr Saltvík fyrir einbýlishús

Málsnúmer 201403031Vakta málsnúmer

Bjarni P. Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um endurnýjun á áður samþykktri lóðarúthlutun undir íbúðarhús í Saltvík. Lóðin var skipulögð árið 2008 vegna hugmynda sömu umsækjenda og er 2.250 m² að flatarmáli. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni.

14.Norðurþing óskar eftir að skipta lóð undir og umhverfis heimavistarhús og bílskúr út úr lóðinni Lundur austan þjóðv.

Málsnúmer 201402106Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.538 m² lóðar undir heimavistarhús og bílskúr út úr landspildu Norðurþings austan þjóðvegar við Lund. Meðfylgjandi erindi er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að hliðra lóðinni allri um 5 m til norðurs þannig að innkeyrsla að húsinu sé innan lóðarinnar og göngustígur að mestu sunnan lóðar. Skipulagsnefndin leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri hliðrun.

15.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka, 2. áfangi

Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu deiliskipulags 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Minjastofnun og heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að eins þreps skólphreinsistöð verði ekki reist á svæði á náttúruminjaskrá heldur verði sunnar svo Bakkahöfðinn haldi verndargildi sínu. Stofnunin telur að koma þurfi fram í greinargerð hvaða kröfur eru gerðar til frárennslis sem fer í regnvatnskerfi eða er leitt beint til sjávar. Stofnunin telur jafnframt að há sementssíló muni ekki fara vel á svæðinu og telur mikilvægt að við hönnum bygginga verði skoðað vandlega hvar staðsetja skuli hæstu byggingarhluta svo neikvæð sjónræn áhrif verði sem minnst. Vegagerðin óskar eftir samráði um nánari útfærslur vegtenginga við þjóðveg nr. 85. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera tillögu að nákvæmari staðsetningu hæstu mannvirkja inn á lóð steypustöðvar og skilgreina kröfur um frárennsli í regnvatnskerfi. Nú er gert ráð fyrir að skólpi af svæðinu verði komið í sameiginlega útrás við Húsavík en ekki í Bakkakrók. Hafið er samráð við Vegagerðina um útfærslur vegtenginga og þess vænt að tillögur þar að lútandi liggi fyrir á næsta skipulagsnefndarfundi. Afgreiðslu skipulagstillögunnar er frestað til næsta fundar.

16.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöll á Húsavík og samsvarandi deiliskipulagi. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni við aðalskipulagsbreytingunni. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna af hálfu þessara aðila. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisstofnun veitti umsögn um deiliskipulagstillöguna með bréfi dags. 24. febrúar. Stofnunin metur það sem svo að nýtingarhlutfall upp á 0,4 sé hátt fyrir lóð undir hótel. Stofnunin telur mikilvægt að fyrirhugaðar hótelbyggingar og golfvallarbyggingar myndi heild ef þess er nokkur kostur. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ósennilegt sé að þörf verði fyrir nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir lóð undir hótel og fellst því á að lækka leyfilegt nýtingarhlutfall í 0,3. Nefndin telur ekki tilefni til að setja inn í skipulagið sérstakar kvaðir um samræmi hótelbygginga og golfvallarbyggingar. Aðrar athugasemdir bárust ekki við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan.

17.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka

Málsnúmer 201311002Vakta málsnúmer

Nú er lokið athugasemdafresti vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna legu vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun. Enginn umsagnaraðila gerir athugasemd við skipulagstillöguna eða umhverfisskýrslu hennar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 7. febrúar 2014 tilkynnti Skipulagsstofnun um athugasemdir við deiliskipulagstillögu urðunarstaðar við Kópasker: 1. Skilmála vantar um tímabundið móttöku- og geymslusvæði fyrir brotajárn. Skýra þarf hvaða takmarkanir gilda um brotajárn sem má losa s.s. vegna mengunarhættu og setja skilmála um mengunarvarnir. Skilgreina þarf tímamörk fyrir tímabundna starfsemi.2. Afmarka þarf á deiliskipulagsuppdrátt skotæfingavellina og öryggissvæði þeirra.3. Gera þarf grein fyrir aðkomu að geymslusvæði brotajárns og skotæfingasvæði. 4. Samræma þarf umfjöllun greinargerðar um umfang og gerð úrgangs. Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að viðbrögðum og fært inn á skipulagstillöguna:1. Bætt hefur verið í texta greinargerðar umfjöllun um brotajárn og mengunarvarnir.2. Afmörkun skotæfingasvæðis og öryggissvæðis hefur verið færð inn á uppdrátt. 3. Gerð hefur verið grein fyrir aðkomuvegum að geymslusvæði og skotæfingasvæði á uppdrætti.4. Umfjöllun greinargerðar um umfang og gerð úrgangs hefur verið samræmd. Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið á fullnægjandi hátt til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Nefndin leggur því til bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.

Fundi slitið - kl. 13:00.