Þorfinnur Jónsson óskar eftir leyfi til að rífa gamalt fjárhús að Ingveldarstöðum og byggja í þess stað vélageymslu að sama grunnfleti
Málsnúmer 201402104
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014
Óskað er eftir leyfi til að fjarlægja gamalt fjárhús (mhl 05) á Ingveldarstöðum og byggja þess í stað vélageymslu skv. teikningum unnum af Marínó Eggertssyni. Grunnflötur vélageymslu verður sá sami og fjárhússins eðan 124,2 m². Þak vélageymslu verður nokkru hærra en þak fjárhússins og rúmmál hennar því 33,4 m³ meira en fjárhússins. Byggingarefni er stálgrind. Með umsókn liggur fyrir skriflegt samþykki eigenda Markar. Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.