Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óska eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir mannvirki á þaki Nausts, Hafnarstétt 7
Málsnúmer 201402046
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014
Óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfum fyrir mannvirkjum á þaki Hafnarstéttar 7. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að áframhaldandi stöðuleyfi verði veitt fyrir miðasöluhúsi, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi. Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu. Önnur hús á þakinu samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og skulu því víkja.
Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfum fyrir mannvirkjum á þaki Hafnarstéttar 7.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að áframhaldandi stöðuleyfi verði veitt fyrir miðasöluhúsi, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi.
Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu. Önnur hús á þakinu samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og skulu því víkja.
Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Friðrik, Sigurgeir og Þráinn Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu meirihluta skipulags- og byggingarnefndar með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Sigurgeirs, Jóns Grímssonar, Friðriks, Hjálmars Boga og Þráins. Trausti og Soffía sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að áframhaldandi stöðuleyfi verði veitt fyrir miðasöluhúsi, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi.
Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu. Önnur hús á þakinu samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og skulu því víkja.
Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Friðrik, Sigurgeir og Þráinn Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu meirihluta skipulags- og byggingarnefndar með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Sigurgeirs, Jóns Grímssonar, Friðriks, Hjálmars Boga og Þráins. Trausti og Soffía sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.