Skipulagsstofnun, beiðni um umsögn, ný náma við Þeistareykjaveg
Málsnúmer 201403047
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014
Óskað er umsagnar Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum ný efnistökunáma (RHN-1c) við Reykjaheiðarveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi erindi er greinargerð Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar um málið. Fyrirhuguð náma er í skeringu við Reykjaheiðarveg í stöð 6.450 skv. málkerfi vegarins. Um er að ræða grágrýtisklöpp. Ætlunin er að taka allt að 34.000 m³ af efni úr námunni ef leyfi fæst, með efnistöku til hausts 2014. Fyrirhugað efnistökusvæði er á lítt- eða ógrónu svæði sem raskað hefur verið vegna vegagerðar. Gróðurlendi sem efnistaka raskar er algengt og það hefur ekki sérsakt verndargildi. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að rask vegna efnistökunnar sé ekki líklegt til að hafa veruleg umhverfisáhrif. Jákvæðar afleiðingar efnistökunnar eru svo veruleg stytting aksturs með burðarlagsefni frá því sem væri ef sækja þyrfti efnið í Kvíhólanámu. Nefndin telur því ekki tilefni til að efnistakan skuli háð mati á umhverfisáhrifum.