Bjarni Páll Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóð úr landi Saltvíkur
Málsnúmer 201403052
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi sambyggðu bílskúr á lóðinni sem tilgreind er hér að ofan. Teikningar eru unnar af Bent Larsen Fróðasyni. Fyrirhuguð bygging reiknast 234,5 m² að flatarmáli og 927,3 m³ að rúmmáli. Skipulag heimilar allt að 270 m² af byggingum á lóðinni með hámarkshæð 5 m og telur nefndin teikningar í samræmi við skipulagsskilmála. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist þar að lútandi og með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar fyrir lóðarúthlutun.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samþykki byggingaráforma fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á lóð við Saltvík. Húsið er einnar hæðar timburhús á steyptum grunni, 234,5 m² að grunnfleti. Teikningar eru unnar af Bent Larsen Fróðasyni. Lagt fram til kynningar.