Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka
Málsnúmer 201311002Vakta málsnúmer
Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. 1. Athugasemd barst frá Vinnuvélum Eyþórs ehf sem lóðarhafa að Höfða 12. Lýst er yfir áhyggjum af jarðgangnagerð svo nærri lóð fyrirtækisins og áskilinn bótaréttur komi til skemmda á fasteigninni eða mögulegri skerðingu notkunarmöguleika eignarinnar vegna framkvæmdanna. 2. Minjastofnun bendir á að ekki er lokið úttektum á fornminjum. Sérstaklega er minnt á að áður en kemur til jarðrasks vegna jarðfræðiathugana verði haft samráð við Minjastofun. 3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra kynnti með bréfi dags. 3. desember að ekki væri gerð athugasemd af hálfu stofnunarinnar við lýsinguna. 4. Skipulagsstofnun bendir á:a) Rökstyðja þarf þörf fyrir jarðgöng á hluta fyrirhugaðs tengivegar og helstu forsendur jarðgangna. Í matslýsingu kemur ekki fram hvaða valkosti á að skoða. Í umhverfisskýrslu þarf að meta raunhæfa valkosti við stefnuna sbr. 6. gr. lið f í lögum um umhverfismat. Óbreytt stefna eða svokallaður núllkostur ætti að minnsta kosti að vera til samanburðar við umhverfismat breytingartillögunnar.b) Gera þarf grein fyrir efnislosun vegna jarðgangnagerðar. Fram þarf að koma hvert magn jarðefna verður og hvar á að losa efnið eða nýta.c) Í matslýsingu er ekki vísað til viðmiða sem varða breytingartillöguna og lögð verða til grundvallar umhverfismatinu. Í umhverfisskýrslu þarf að gera grein fyrir umhverfisverndarmarkmiðum og viðmiðum stjórnvalda sem höfð verða til hliðstjónar við umhverfismatið sbr. 6. gr. lið e. í lögum um umhverfismat áætlana. 5. Umhverfisstofnun kynnti með tölvupósti dags. 11. desember að stofnunin teldi að gerð sé fullnægjandi grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem mestu máli skipta og ráðgert er að fjalla um við mat á umhverfisáhrifum umræddra breytinga á skipulaginu. Stofnunin gerir því ekki athugsemdir við matslýsinguna. Skipulagsnefnd þakkar umsagnir.1. Nefndin tekur undir athugasemd Vinnuvéla Eyþórs en telur hana ekki heyra undir skipulagsmál. Sjónarmið um mögulegar skemmdir eða aðra verðmætarýrnun eigna verði skoðuð á framkvæmdastigi og við veitingu framkvæmdaleyfis.2. Nefndin tekur undir sjónarmið Minjastofnunar varðandi úttektir á fornminjum og fer fram á við framkvæmdaaðila að samráð verði haft við Minjastofnun við jarðfræðiathuganir.3. Umsögn Heilbrigðiseftirlits gefur ekki tilefni til viðbragða.4. Skipulagsfulltrúi fól skipulagsráðgjafa að gera tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Þau voru kynnt á fundinum og samþykkt.5. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til viðbragða. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu þar sem tekið hefur verið tillit til sjónarmiða sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
2.Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030
Málsnúmer 201309058Vakta málsnúmer
Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. Engin athugasemd barst á kynningartíma, en Umhverfisstofnun tiltók í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 4. desember að stofnunin gerði ekki athugasemdir við lýsinguna. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
3.Skipulagsstofnun beiðni um umsögn, Hringvegur 1, brú yfir Jökulsá á Fjöllum
Málsnúmer 201311146Vakta málsnúmer
Óskað er eftir umsögn Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum gerð nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði ásamt tilheyrandi vegagerð skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi erindi er kynningarskýrsla Vegagerðarinnar dags. nóvember 2013. Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér framlögð gögn. Nefndin telur að framkvæmdin komi til með að hafa tiltölulega lítil umhverfisáhrif, fyrir utan jákvæðu áhrifin sem augljóslega felast í bættum samgöngum og auknu öryggi vegfarenda. Breyting aðalskipulags vegna framkvæmdarinnar er í ferli hjá Norðurþingi. Nefndin telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
4.Endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis á Húsavík
Málsnúmer 201310139Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 5. nóvember s.l. lagði framkvæmda- og hafnanefnd til við skipulags- og byggingarnefnd að farið verði í endurskoðun deiliskipulaga á hafnarsvæði Húsavíkur, bæði norðan og sunnan skipulagssvæðis miðhafnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þau sjónarmið framkvæmda- og hafnanefndar að endurskoða þurfi deiliskipulög á hafnarsvæði í tengslum við jarðgangagerð í Húsavíkurhöfða. Einnig þarf að endurskoða deiliskipulag á Höfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til þessara skipulagsverkefna svo ekki komi til tafa við framkvæmd gangnagerðar.
5.Skipulagslýsing lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals
Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, f.h. hagsmunaaðila, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og gerð deiliskipulags þar sem skipulagt verði svæði undir ferðaþjónustu í landi Krossdals. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga.
6.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. lóðarhafa að Lyngholti 3 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 201312022Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki fyrir breytingu á deiliskipulagsskilmálum vegna lóðarinnar að Lyngholti 3. Heimilt verði að byggja hús á tveimur hæðum á lóðinni án þess að gólfkóti aðalhæðar breytist. Norðurhluti kjallara nýtist sem íbúð og mögulega til lengri tíma sem sjálfstæð íbúð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd telur umbeðna breytingu óverulega og leggur til við bæjarstjórn að farið verði með hana skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt eigendum eigna að Stekkjarholti 16, 18 og 20, Lyngholti 1, 2a og 5 og 3d og 7e.
7.íbúafundir í sveitarfélaginu
Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer
Til umræðu voru minnispunktar eftir íbúafundi í október. Skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt drög að gerð húsakönnunar á Raufarhöfn til samræmis við ábendingu á íbúafundi þar. Samhliða húsakönnun verði gerð úttekt á viðhaldi yfirgefinna húsa í þorpinu. Stefnt verður að áframhaldandi vinnu að húsakönnunum í sveitarfélaginu eftir því sem fjármunir leyfa.
8.Norðursigling ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir hús á þaki Hafnarstéttar 11
Málsnúmer 201312013Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² húsi í götuhæð ofan á þaki Hafnarstéttar 11. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur fyrirhugað mannvirki í samræmi við heimildir deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að stöðuleyfi verði veitt fyrir húsinu. Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við afgreiðslu.
9.Benedikt Kristjánsson Val ehf. f.h. Fasteigna ríkissjóðs sækir um leyfi til að setja rennihurð og nýja umgangshurð í aðalinngang Heilbrigðisstofnunar
Málsnúmer 201311115Vakta málsnúmer
Óskað var eftir leyfi til að setja álrennihurð við aðalinngang og bæta þar við inngangshurð. Teikning var unnin af AVH.Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 21. nóvember s.l. Lagt fram til kynningar.
10.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar
Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. október s.l. lagði nefndin til við bæjarstjórn að kynnt yrði breyting deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings þar sem skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Nú hefur verið óskað eftir að deiliskipulaginu verði breytt enn frekar áður en það fer í kynningu. Breytingin nú felst í því að skipulagsmörkin eru færð lítillega til suðurs, að sveitarfélagamörkum við Skútustaðahrepp. Deiliskipulagið komi þar með til með að fjalla um veitumannvirki sem tengjast bílastæði við Dettifoss, þ.m.t. borholu, vatnsveitu, vatnstank, rafstöð, vindmyllu, sólarsellu og tilheyrandi lögnum. Deiliskipulagstillagan samræmist þar deiliskipulagi bílastæðisins sem fjallað hefur verið um hjá Skútustaðahreppi og kynnt hefur verið skipulagsnefnd Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar skynsamlegar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði kynntar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka, 2. áfangi
Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Fyrirhugað skipulagssvæði er 6,6 ha að flatarmáli, austan þjóðvegar og sunnan lóðar sem ætluð er undir spennivirki. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send til umsagnaraðila og kynnt almenningi til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Fundi slitið - kl. 13:00.