Skipulagsstofnun beiðni um umsögn, Hringvegur 1, brú yfir Jökulsá á Fjöllum
Málsnúmer 201311146
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013
Óskað er eftir umsögn Norðurþings um hvort og á hvaða forsendum gerð nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði ásamt tilheyrandi vegagerð skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi erindi er kynningarskýrsla Vegagerðarinnar dags. nóvember 2013. Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér framlögð gögn. Nefndin telur að framkvæmdin komi til með að hafa tiltölulega lítil umhverfisáhrif, fyrir utan jákvæðu áhrifin sem augljóslega felast í bættum samgöngum og auknu öryggi vegfarenda. Breyting aðalskipulags vegna framkvæmdarinnar er í ferli hjá Norðurþingi. Nefndin telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.