Fara í efni

Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. lóðarhafa að Lyngholti 3 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201312022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Óskað er eftir samþykki fyrir breytingu á deiliskipulagsskilmálum vegna lóðarinnar að Lyngholti 3. Heimilt verði að byggja hús á tveimur hæðum á lóðinni án þess að gólfkóti aðalhæðar breytist. Norðurhluti kjallara nýtist sem íbúð og mögulega til lengri tíma sem sjálfstæð íbúð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd telur umbeðna breytingu óverulega og leggur til við bæjarstjórn að farið verði með hana skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt eigendum eigna að Stekkjarholti 16, 18 og 20, Lyngholti 1, 2a og 5 og 3d og 7e.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Óskað er eftir samþykki fyrir breytingu á deiliskipulagsskilmálum vegna lóðarinnar að Lyngholti 3. Heimilt verði að byggja hús á tveimur hæðum á lóðinni án þess að gólfkóti aðalhæðar breytist. Norðurhluti kjallara nýtist sem íbúð og mögulega til lengri tíma sem sjálfstæð íbúð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umbeðna breytingu óverulega og leggur til við bæjarstjórn að farið verði með hana skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt eigendum eigna að Stekkjarholti 16, 18 og 20, Lyngholti 1, 2a og 5 og 3d og 7e."

Til máls tók: Friðrik


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 8 atkvæðum. Friðrik greiddi ekki atkvæði vegna skyldleika við umsagnaraðila.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Nú er lokið athugasemdafresti vegna grenndarkynningar tillögu að smávægilegri breytingu deiliskipulags Holtahverfis. Skipulagstillagan og greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A2. Breytingin felur í sér smávægilegar breytingar á byggingarrétti innan lóðarinnar að Lyngholti 3. Skipulagsbreytingin var grenndarkynnt nágrönnum sbr. fundargerð skipulagsnefndar í desember, með athugasemdafresti til 6. febrúar s.l. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið athugasemdafresti vegna grenndarkynningar tillögu að smávægilegri breytingu deiliskipulags Holtahverfis. Skipulagstillagan og greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A2. Breytingin felur í sér smávægilegar breytingar á byggingarrétti innan lóðarinnar að Lyngholti 3. Skipulagsbreytingin var grenndarkynnt nágrönnum sbr. fundargerð skipulagsnefndar í desember, með athugasemdafresti til 6. febrúar s.l. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt." Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.