íbúafundir í sveitarfélaginu
Málsnúmer 201103111
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 84. fundur - 10.10.2013
Fyrir bæjarráði liggur minnisblað vegna framkvæmd íbúafunda í Norðurþingi. Fundirnir fara fram á Húsavík, Lundi og Raufarhöfn. Þann 23. október fer fram fundur á Húsavík og 24. október fara fundirnir fram á Raufarhöfn og Lundi. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 86. fundur - 07.11.2013
Fyrir bæjarráði liggja samantekir vegna íbúafunda í sveitarfélaginu. Bæjarráð vísar samantekt vegna íbúðafundanna til fastanefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013
Fyrir nefndinni liggur samantekt af ábendingum og spurningum frá íbúafundum sem haldnir voru í sveitarfélaginu 23. og 24. október sl. Fræðslu- og menningarnefnd fór yfir tillögur og ábendingar sem heyra undir nefndina en þær snúa að leikskólamálum á Kópaskeri, skólamálum á Raufarhöfn og menningarstefnu sveitarfélagsins. Nefndin er nú þegar að vinna að verkefnum varðandi leikskóla og dagvistun á Kópaskeri og skólamál á Raufarhöfn.Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna drög að menningarstefnu fyrir sveitarfélagið, stefnan taki mið af menningarstefnu Eyþings.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25. fundur - 10.12.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd tók fyrir samantekt á niðurstöðum íbúafunda í sveitarfélaginu haldna í nóvember 2013.Í niðurstöðum er varðar tómstunda- og æskulýðsmál kom fram eftirfarandi; áhersla á aukna þátttöku nýbúa í samfélaginu og aukin samskipti ungs fólks innan sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013
Til umræðu voru minnispunktar eftir íbúafundi í október. Skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt drög að gerð húsakönnunar á Raufarhöfn til samræmis við ábendingu á íbúafundi þar. Samhliða húsakönnun verði gerð úttekt á viðhaldi yfirgefinna húsa í þorpinu. Stefnt verður að áframhaldandi vinnu að húsakönnunum í sveitarfélaginu eftir því sem fjármunir leyfa.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 11.12.2013
Rætt um spurningu sem kom fram á íbúafundi um hvort einhver stefna varðandi þjónustu við fatlaða utan Húsavíkur. Stefna félagsþjónustunnar er að vinna hvert mál á einstaklingsgrundvelli og reynt er að mæta þörfum einstaklinganna eins og nokkur kostur er. Önnur spurning sem fram kom var hvort félagsþjónustan gæti hlutast til um að fatlaðir fái vinnu hjá einkaaðilum. Félagsþjónustan sinnir AMS á öllu þjónustusvæðinu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013
Frestað til næsta fundar.