Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

25. fundur 10. desember 2013 kl. 16:00 - 16:00 í Þekkingarsetri Þingeyinga
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.íbúafundir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd tók fyrir samantekt á niðurstöðum íbúafunda í sveitarfélaginu haldna í nóvember 2013.Í niðurstöðum er varðar tómstunda- og æskulýðsmál kom fram eftirfarandi; áhersla á aukna þátttöku nýbúa í samfélaginu og aukin samskipti ungs fólks innan sveitarfélagsins.

2.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti lokadrög að samningi milli sveitarfélagsins og Íþróttafélagsins Völsungs vegna rekstrar á íþróttavöllum á Húsavík. Umræða var einnig um framlag til reksturs félagsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að samningur vegna íþróttavalla öðlist gildi frá 1.maí 2014.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi vegna íþróttavalla á Húsavík. Ingólfur Freysson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.UMFÍ til kynningar

Málsnúmer 201105088Vakta málsnúmer

Til stendur að halda ráðstefnuna "Ungt fólk og lýðræði 9.-11. apríl 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að senda fulltrúa úr Ungmennaráði Norðurþings á ráðstefnuna eigi þeir þess kost.Einnig var lagt fram til kynningar samþykktir frá 48. sambandsþingi UMFÍ 12.-13. október síðastliðinn.

4.Styrkumsókn vegna TaeKwonDo.

Málsnúmer 201312025Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk vegna TaeKwonDo.

5.Sundstaðir í Norðurþingi.

Málsnúmer 201009067Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að bjóða íbúum í Norðurþingi frítt í sund.Boðið verður upp á frítt í sund;- Húsavík á aðfangadegi og á gamalársdag.- Raufarhöfn annan í jólum og 2.janúar 2014. Markmiðið er að hvetja til samveru og hreyfingar.

6.Viðburðarnefnd

Málsnúmer 201312026Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi kynnti hugmynd að viðburðarnefnd á Húsavík. Viðburðarnefndin fengi það hlutverk að koma með hugmyndir að viðburðum og tæki þátt í skipulagningu viðburða. Nefndin yrði skipuð sjálfboðaliðum og ekki launuð hjá sveitarfélaginu. Nefndin gæti haft aðgang að þjónustumiðstöð sveitarfélagsins og stofnunum þess í samráði við hlutaðeigandi aðila.Tómstunda- og æskulýðsnefnd boðar til opins fundar í janúar 2014 vegna þessa.

7.Fjárhagsáætlun málaflokkur 06 árið 2014

Málsnúmer 201310043Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun málaflokksins. Nefndin telur nauðsynlegt að framlag til málaflokksins verði aukið um 5 milljónir þ.e. úr 173 milljónum í 178 milljónir.

8.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starf sitt í málflokknum- Málefni nýrra íbúa; leggur til að Norðurþing kynni sér hvernig Fjarðarbyggð vinnur með málflokkinn.- Vinna við skipan í og mótun Ungmennaráðs Norðurþings.- Sundlaug Húsavíkur; bilun í nýjum stjórnbúnaði.- Vinna við samstarfs- og rekstrarsamning við íþróttafélagið Völsung.- Vinna í forvarnarteymi Norðurþings.
Birna Björnsdóttir og Sigríður Valdimarsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfund á Raufarhöfn.

Ljóst er að bæta þarf aðbúnað varðandi fjarfundi í sveitarfélaginu til að þeir skili sem bestum árangri.

Æskilegt er að kjörnir fulltrúar og nefndarmenn tileinki sér bætt vinnulag varðandi fjarfundi.

Fundi slitið - kl. 16:00.