Fara í efni

Fjárhagsáætlun málaflokkur 06 árið 2014

Málsnúmer 201310043

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23. fundur - 09.10.2013

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti úthlutaðan fjárhagsramma tómstunda- og æskulýðssviðs fyrir árið 2014. Krónutala er óbreytt frá fjárhagsárinu 2013 eða 173 milljónir fyrir málaflokkinn. Þar sem úthlutaður fjárhagsrammi er sá sami í krónum talið og frá fyrra ári er um raunlækkun að ræða milli ára. Ný verkefni hafa bæst við innan málaflokksins s.s. rekstur gervigrasvallar á Húsavík.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24. fundur - 05.11.2013

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun fyrir málaflokk 06. Framlag til málaflokksins hækkar ekki í krónum talið frá fyrra ári. Það þýðir raunskerðingu miðað við verðlagsþróun.Rekstur málaflokksins hefur aukist með fjölgun verkefna s.s. rekstur gervigrasvallar, frístundaheimilis, málefni nýrra íbúa.Nefndin telur nauðsynlegt að framlag til málaflokksins verði aukið um 7 milljónir þ.e. úr 173 milljónum í 180 milljónir.Nefndin leggur jafnframt til að rekstur leikvalla verði færður til Framkvæmda- og hafnarnefndar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25. fundur - 10.12.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun málaflokksins. Nefndin telur nauðsynlegt að framlag til málaflokksins verði aukið um 5 milljónir þ.e. úr 173 milljónum í 178 milljónir.