Fjárhagsáætlun liðar 09 árið 2014
Málsnúmer 201310053
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þann fjárhagsramma sem ákveðinn hefur verið fyrir fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2014. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að ramminn miðar við að ekki verði farið í stóriðjuframkvæmdir á Bakka. Bregðast þurfi skjótt við með auknar fjárveitingar komi þar til framkvæmda á komandi ári.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2014 fyrir lið 09. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki unnt að veita fjármunum til uppsetningar gæðakerfis byggingarfulltrúaembættis á árinu eins og lagt er til í tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Þess í stað verði áætluð fjárveiting þess liðar sett til deiliskipulagsvinnu. Stefnt verði að innleiðingu gæðarkerfis sem fyrst á árinu 2015. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að veita fjármunum til húsakönnunar á Raufarhöfn, enda fáist mótframlag til verksins frá öðrum aðilum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir 2014 verði afgreidd með þeim breytingum sem nefndar eru hér að ofan. Nefndin áréttar að framlagður rammi bíður ekki upp á umtalsverða skipulagsvinnu. ´Framboð atvinnulóða á Húsavík er takmarkað og engin laus lóð liggur fyrir undir fjölbýlishús. Gera þurfi ráð fyrir verulegum aukafjárveitingum þar að lútandi komi til framkvæmda á Bakka.