Fara í efni

Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201309015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109. fundur - 11.09.2013

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar 66 kV jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar 66 kV jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna lagningar jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla. Skipulagsstofnun kom þeim sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september að æskilegt sé að fram komi í lýsingu hvaða umsagnaraðilar fái hana til umsagnar. Einnig er þar minnt á að auglýsa verði með áberandi hætti kynningu lýsingarinnar. Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september. Skipulagsráðgjafa falið að færa inn upplýsingar um umsagnaraðila og kynningu í lýsinguna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 29. fundur - 15.10.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna lagningar jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla.
Skipulagsstofnun kom þeim sjónarmiðum á framfæri í bréfi dags. 25. september að æskilegt sé að fram komi í lýsingu hvaða umsagnaraðilar fái hana til umsagnar.
Einnig er þar minnt á að auglýsa verði með áberandi hætti kynningu lýsingarinnar.
Aðrar umsagnir um skipulags- og matslýsinguna hafa ekki borist.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Skipulagsráðgjafa falið að færa inn upplýsingar um umsagnaraðila og kynningu
í lýsinguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna strenglagnarinnar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014

Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Höfuðreiðarmúla að tengivirki á Húsavík. Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðaskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Höfuðreiðarmúla að tengivirki á Húsavík.


Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.