Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka
Málsnúmer 201303042
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013
Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem orðið hafa á tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna tilfærslu á spennivirki við Bakka. Engar breytingar hafa orðið frá síðasta fundi. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða breytingu aðalskipulags óverulega og ekki líklega til að hafa áhrif á stór svæði eða einstaka aðila. Breytingin er á óbyggðu landi í eigu sveitarfélagsins og felur í sér minni sýnileika mannvirkja en áður var gert ráð fyrir sem m.a. felur í sér að ekki liggi loftlína yfir þjóðveg nr. 85. Ennfremur færist loftlína fjær nágrönnum að Héðinshöfða. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir sem óverulega og að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem orðið hafa á tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna tilfærslu á spennivirki við Bakka.
Engar breytingar hafa orðið frá síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða breytingu aðalskipulags óverulega og ekki líklega til að hafa áhrif á stór svæði eða einstaka aðila.
Breytingin er á óbyggðu landi í eigu sveitarfélagsins og felur í sér minni sýnileika mannvirkja en áður var gert ráð fyrir sem m.a. felur í sér að ekki liggi loftlína yfir þjóðveg nr. 85.
Ennfremur færist loftlína fjær nágrönnum að Héðinshöfða.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir sem óverulega og að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Engar breytingar hafa orðið frá síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaða breytingu aðalskipulags óverulega og ekki líklega til að hafa áhrif á stór svæði eða einstaka aðila.
Breytingin er á óbyggðu landi í eigu sveitarfélagsins og felur í sér minni sýnileika mannvirkja en áður var gert ráð fyrir sem m.a. felur í sér að ekki liggi loftlína yfir þjóðveg nr. 85.
Ennfremur færist loftlína fjær nágrönnum að Héðinshöfða.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til að bæjarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir sem óverulega og að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 105. fundur - 12.06.2013
Kynnt var svarbréf Skipulagsstofnunar vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu raflína og spennivirkis við Bakka. Stofnunin telur að skipulagsbreytingin falli undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem hún markar stefnu um tilkynningarskildar framkvæmdir skv. lögum nr. 106/2000. Skipulagstillögun þurfi því að kynna á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga og kynna samhliða umhverfisskýrslu skv. 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Skipulagsráðgjafa er falið að vinna tillögu að skipulagslýsingu fyrir aðallskipulagsbreytinguna til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106. fundur - 25.06.2013
Í svarbréfi Skipulagsstofnunar frá 29. apríl s.l. kemur fram að stofnunin samþykkir ekki að farið verði með tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna iðnaðarlóðar á Bakka sem óverulega. Skipulagsbreytingin falli undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem hún markar stefnu um tilkynningarskyldar framkvæmdir skv. lögum nr. 106/2000. Því er það mat Skipulagsstofnunar að kynna þurfi umrædda skipulagstillögu á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga og kynna samhliða umhverfisskýrslu, skv. 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni var kynnt ásamt deiliskipulagstillögu á almennum fundi á Húsavík í mars s.l. Björn Jóhannsson kynnti tillögu að breytingu aðalskipulagsins sem nú innifelur stutta umhverfisskýrslu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags ásamt umhverfisskýrslu verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 108. fundur - 28.08.2013
Björn Jóhannsson kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar aðalskipulags vegna iðnaðarstarfsemi á Bakka. Tillaga að breytingu aðalskipulags var áður kynnt á opnum fundi í mars s.l. Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna eins og hún er lögð fram og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði boðað til almennrar kynningar á breytingartillögunni og umhverfisskýrslu hennar í formi opins húss í stjórnsýsluhúsi Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013
Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna færslu háspennumannvirkja að og frá iðnaðarsvæði á Bakka. Tjörneshreppur kom þeim sjónarmiðum á framfæri að hreppsnefnd teldi tilfærslu háspennumannvirkja til bóta, en lýsir jafnframt þeirri afstöðu sinni að rétt hefði verið að leggja umræddar háspennulínur að iðnaðarsvæði á Bakka í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða. Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. september að hún telji ekki tilefni til umsagnar um lýsinguna að nýju. Hinsvegar er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar. Aðrar umsagnir bárust ekki um skipulagslýsinguna. Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l. Þar var jafnframt auglýstur almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu með tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn Norðurþings - 29. fundur - 15.10.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu skipulags- og matslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna færslu háspennumannvirkja að og frá iðnaðarsvæði á Bakka.
Tjörneshreppur kom þeim sjónarmiðum á framfæri að hreppsnefnd teldi tilfærslu háspennumannvirkja til bóta, en lýsir jafnframt þeirri afstöðu sinni að rétt hefði verið að leggja umræddar háspennulínur að iðnaðarsvæði á Bakka í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.
Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. september að hún telji ekki tilefni til umsagnar um lýsinguna að nýju.
Hinsvegar er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.
Aðrar umsagnir bárust ekki um skipulagslýsinguna.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu með tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.
Tjörneshreppur kom þeim sjónarmiðum á framfæri að hreppsnefnd teldi tilfærslu háspennumannvirkja til bóta, en lýsir jafnframt þeirri afstöðu sinni að rétt hefði verið að leggja umræddar háspennulínur að iðnaðarsvæði á Bakka í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.
Skipulagsstofnun tilkynnti með bréfi dags. 25. september að hún telji ekki tilefni til umsagnar um lýsinguna að nýju.
Hinsvegar er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.
Aðrar umsagnir bárust ekki um skipulagslýsinguna.
Skipulagslýsingin var auglýst til umsagnar með áberandi hætti í Skránni 19. september s.l.
Þar var jafnframt auglýstur almennur kynningarfundur um skipulagshugmyndina á bæjarskrifstofu Norðurþings sem haldinn var 24. september.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu með tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sú skipulagstillaga verði samþykkt til kynningar skv. ákvæðum 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að senda hana til athugunar hjá Skipulagsstofnun sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014
Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna tilfærslu háspennumannvirkja á Bakka. Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests. Hinsvegar er ósvarað umsögn Tjörneshrepps um skipulagslýsingu sem barst skipulagsfulltrúa 7. október s.l. Þar kemur fram að hreppsnefnd Tjörneshrepps telji breytinguna almennt til bóta en að rétt hefði verið að leggja háspennulínur í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða. Þann 6. maí 2013 barst Norðurþingi ítarlegt svar Landsnets vegna fyrirspurnar Norðurþings um kosti og galla þess að leggja jarðstrengi að Bakka í stað loftlína síðustu fjóra kílómetrana. Í því svari kemur fram að lagning 220 kV jarðstrengs sé hvorki talin tæknilega né kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún kæmi eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður s.s. í þéttri íbúðarbyggð. Á grunni þessa svars telur skipulagsnefnd ekki raunhæft að gera það að kvöð í skipulagi að háspennulínan verði tekin til jarðar mörgum kílómetrum austan við spennivirki. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna tilfærslu háspennumannvirkja á Bakka.
Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests. Hinsvegar er ósvarað umsögn Tjörneshrepps um skipulagslýsingu sem barst skipulagsfulltrúa 7. október s.l.
Þar kemur fram að hreppsnefnd Tjörneshrepps telji breytinguna almennt til bóta en að rétt hefði verið að leggja háspennulínur í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða.
Þann 6. maí 2013 barst Norðurþingi ítarlegt svar Landsnets vegna fyrirspurnar Norðurþings um kosti og galla þess að leggja jarðstrengi að Bakka í stað loftlína síðustu fjóra kílómetrana. Í því svari kemur fram að lagning 220 kV jarðstrengs sé hvorki talin tæknilega né kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún kæmi eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður s.s. í þéttri íbúðarbyggð. Á grunni þessa svars telur skipulagsnefnd ekki raunhæft að gera það að kvöð í skipulagi að háspennulínan verði tekin til jarðar mörgum kílómetrum austan við spennivirki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tóku: Friðrik, Jón Grímsson og Trausti Friðrik og Trausti óska bókað að þeir taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða og harma að ekki sé tekið tillit til þessa. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Soffíu, Hjálmars Boga, Þráins, Jóns Grímssonar og Olgu. Friðrik og Trausti greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests. Hinsvegar er ósvarað umsögn Tjörneshrepps um skipulagslýsingu sem barst skipulagsfulltrúa 7. október s.l.
Þar kemur fram að hreppsnefnd Tjörneshrepps telji breytinguna almennt til bóta en að rétt hefði verið að leggja háspennulínur í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða.
Þann 6. maí 2013 barst Norðurþingi ítarlegt svar Landsnets vegna fyrirspurnar Norðurþings um kosti og galla þess að leggja jarðstrengi að Bakka í stað loftlína síðustu fjóra kílómetrana. Í því svari kemur fram að lagning 220 kV jarðstrengs sé hvorki talin tæknilega né kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún kæmi eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður s.s. í þéttri íbúðarbyggð. Á grunni þessa svars telur skipulagsnefnd ekki raunhæft að gera það að kvöð í skipulagi að háspennulínan verði tekin til jarðar mörgum kílómetrum austan við spennivirki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tóku: Friðrik, Jón Grímsson og Trausti Friðrik og Trausti óska bókað að þeir taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða og harma að ekki sé tekið tillit til þessa. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Soffíu, Hjálmars Boga, Þráins, Jóns Grímssonar og Olgu. Friðrik og Trausti greiddu atkvæði gegn tillögunni.