Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögn um bótaákvæði skipulagslaga
Málsnúmer 201308022Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að bótaákvæðum sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd sér ekki tilefni til athugasemda við frumvarpið.
2.Verkís hf., fyrir hönd Saint Gobain óskar eftir viðræðum við Norðurþing um lóð á Bakka
Málsnúmer 201307033Vakta málsnúmer
Erindið var til umfjöllunar í bæjarráði 19. júlí s.l. þar sem tekið var jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarnefnd er reiðubúin að hefja deiliskipulagsvinnu lóðar undir starfsemi Saint Gobain þegar fullnægjandi upplýsingar hafa borist um fyrirhugaða uppbyggingu.
3.Erindi vegna lóðarinnar að Laugarbrekku 23, Húsavík
Málsnúmer 201308002Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá nágrönnum Laugabrekku 23 á Húsavík. Í bréfinu er gerðar athugasemdir við framkvæmdahraða við uppbyggingu lóðarinnar sem og frágang yfirborðs hennar. Farið er fram á að Norðurþing beiti tiltækum ráðum til að vinda ofan af þeirri stöðu sem upp er komin. Lóðarhafi að Laugarbrekku 23 var einn þeirra sem fékk bréf frá skipulags- og byggingarnefnd á vordögum vegna frágangs lóðarinnar með óskum um úrbætur. Í því samhengi er rétt að halda því til haga að frágangur hennar sem byggingarstaðar hefur verið með ágætum þó tekið sé undir með bréfriturum að tímabært sé að loka yfirborði lóðarinnar til samræmis við gróið umhverfið. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla upplýsinga hjá lóðarhafa um fyrirhugaða uppbyggingu og frágang á lóðinni.
4.Fjallalamb hf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma að Röndinni 9 á Kópaskeri
Málsnúmer 201308075Vakta málsnúmer
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma á lóðinni að Röndinni 9 á Kópaskeri. Meðfylgjandi umsókn er afstöðumynd. Fyrir liggur samkomulag milli lóðarhafa og Fjallalambs. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir gámunum til ársloka 2013. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
5.Böðvar Bjarnason f.h. eigenda að Aðalbraut 53, Raufarhöfn, óskar eftir leyfi til að endurnýja þak á húsinu
Málsnúmer 201308071Vakta málsnúmer
Óskað er eftir leyfi til að skipta um þakjárn, einangrun og brjóta burt steypta kannta á hluta þaks Aðalbrautar 53 á Raufarhöfn. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 26. ágúst s.l.
6.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka
Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer
Björn Jóhannsson kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingar aðalskipulags vegna iðnaðarstarfsemi á Bakka. Tillaga að breytingu aðalskipulags var áður kynnt á opnum fundi í mars s.l. Skipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna eins og hún er lögð fram og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði boðað til almennrar kynningar á breytingartillögunni og umhverfisskýrslu hennar í formi opins húss í stjórnsýsluhúsi Norðurþings.
7.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlu Rögnvaldsdóttur f.h. Sigtúns ehf. v/Gbr 77
Málsnúmer 201308054Vakta málsnúmer
Óskað er umsagnar um leyfi til handa Erlu Rögnvaldsdóttur til sölu gistingar í íbúð að Garðarsbraut 77. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út þau rými sem ætluð eru til gistingar skv. samþykktum teikningum af húsinu.
Fundi slitið - kl. 13:00.