Fara í efni

Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012


;
Bæjarráð beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja nú þegar deiliskipulag á iðnaðarlóðinni á Bakka og að nefndin leggi fram drög að landslagshönnun til að takmarka sjónræn áhrif á iðnaðarsvæðinu. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu vegna skipulagsvinnu að upphæð allt að 6 milljónum króna sem varið verður á árinu 2012. ;

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 96. fundur - 12.09.2012

Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja nú þegar vinnu við deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Bakka. Jafnframt hefur bæjarráð samþykkt aukafjárveitingu til skipulagsvinnunnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur á vegum Norðurþings til að fjalla um umhverfisskipulag á Bakka. Nefndin leggur til að hópurinn samanstandi af skipulags- og byggingarfulltrúa, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, garðyrkjustjóra, verkefnisstjóra stóriðjuuppbyggingar auk ráðgjafa frá Garðvík ehf. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að leita samninga við Mannvit á Húsavík um gerð tillögu að skipulagi fyrir iðnaðarsvæðið á Bakka. Hilmar Dúi vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012

Per Langsöe Christensen og Vigfús Sigurðsson kynntu hugmyndir sínar að vinnu við skipulag iðnaðarsvæðis á Bakka. Annarsvegar er um að ræða rammaskipulag af svæðinu öllu og hinsvegar deiliskipulag suðurhluta iðnaðarsvæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjöfum að gera tillögu að lýsingu að skipulagsverkefninu til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Per Langsöe Christensen, Vigfús Sigurðsson og Björn Jóhannsson kynntu tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir deiliskipulag á hluta iðnaðarsvæðis á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Per Langsöe Christensen, Vigfús Sigurðsson og Björn Jóhannsson kynntu tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir deiliskipulag á hluta iðnaðarsvæðis á Bakka.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 99. fundur - 12.12.2012

Nú er lokið umsagnarferli skipulagslýsingar vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Bakka. Tveir umsagnaraðilar skiluðu inn umsögn: 1. Umhverfisstofnun: Stofnunin telur jákvætt að forðast uppbyggingu austan þjóðvegar, skilja eftir græn svæði utan iðnaðarlóða og vernda votlendissvæði nyrst á svæðinu. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við skipulagslýsinguna. 2. Fornleifavernd ríkisins: Fornleifaverndin bendir á að nauðsynlegt sé að setja allar skráðar fornleifar sem eru innan skipulagssvæðis inn á skipulagsuppdrátt. Í því samhengi sé mikilvægt að líta til allra þeirra skráningarskýrslna sem til eru. 3. Landsnet: Óskað er eftir að staðsetning spennivirkis verði færð til norðurs til samræmis við fyrri hugmyndir Landsnets. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að færa spennivirki Landsnets til norðurs sbr. fyrri hugmyndir og útvíkka þar með skipulagssvæðið lítillega. Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni. Áréttað er að við gerð deiliskipulagsins verði fjallað um allar skráðar fornleifar á skipulagssvæðinu. Soffía óskar bókað: Óskað verði eftir því að Landsnet kanni möguleikann á að setja háspennulinur í jörð um 4 km frá þjóðvegi 85. Vigfús Sigurðsson frá Mannviti kynnti fyrstu drög að deiliskipulagi umrædds svæðis. Þær hugmyndir eru í samræmi við væntingar nefndarinnar. Stefnt er að almennum kynningarfundi um skipulagstillöguna 7. janúar n.k.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100. fundur - 16.01.2013

Rætt var um tímasetningar á almennum kynningarfundi um skipulagstillöguna. Þar sem skipulagsráðgjafi hefur ekki lokið tillögu að greinargerð skipulagsins leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að almennum kynningarfundi um skipulagstillöguna verði frestað þar til í febrúar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 101. fundur - 13.02.2013

Björn Jóhannsson kynnti tillögu að deiliskipulagi suðurhluta iðnaðarsvæðis að Bakka auk tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna tilfærslu spennivirkis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði almennur kynningarfundur um skipulagstillögurnar þriðjudaginn 26. febrúar n.k. til samræmis við 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 22. fundur - 19.02.2013

<SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 101. fundi skipulags- og byggingarnefndar: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Björn Jóhannsson kynnti tillögu að deiliskipulagi suðurhluta iðnaðarsvæðis að Bakka auk tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna tilfærslu spennivirkis. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði almennur kynningarfundur um skipulagstillögurnar þriðjudaginn 26. febrúar n.k. til samræmis við 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Til máls tóku: Jón Grímsson. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi tillögu: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>“Í ljósi nýrra upplýsinga leggur undirritaður til að kynningarfundi sem halda átti 26. febrúar verði frestað og deiliskipulagið verði kynnt samhliða umhverfismatsskýrslu sem áætlað er að kynna 8. eða 9. mars nk.” <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Jón Grímsson - sign. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; AR-SA? mso-bidi-language: IS; mso-ansi-language: yes; mso-no-proof: EN-US; mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: Arial;>Bæjarstjórn samþykkir breytingatillögu Jóns Grímssonar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á deiliskipulagstillögunni frá síðasta fundi m.a. í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var þann 9. mars s.l. Breytingar felast f.o.f. í endurskoðun byggingarreita og húshæða innan fyrirhugaðrar lóðar PCC sem og leiðréttingum á innfærslum fornminja. Ennfremur verði norðurmörk lóðar PCC útvíkkuð til norðurs í átt að Bakkaá. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt með áorðnum breytingum skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Björn Jóhannsson kynnti þær breytingar sem unnar hafa verið á deiliskipulagstillögunni frá síðasta fundi m.a.
í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var þann 9. mars s.l.
Breytingar felast f.o.f. í endurskoðun byggingarreita og húshæða innan fyrirhugaðrar lóðar PCC sem og leiðréttingum á innfærslum fornminja.
Ennfremur verði norðurmörk lóðar PCC útvíkkuð til norðurs í átt að Bakkaá.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt með áorðnum breytingum skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 105. fundur - 12.06.2013

Lokið er kynningu tillögu að 1. áfanga deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Bakka. Athugasemdir og umsagnir bárust frá fjórum aðilum. 1. Umhverfisstofnun, bréf dags. 15. maí 2013: Umhverfisstofnun telur tillöguna ítarlega og að þar sé fjallað um alla þætti sem málið skipta. Stofnunin gerir því ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. 2. Minjastofnun Íslands, bréf dags. 17. maí 2013: Minjastofnun telur að ráðast þurfi í nokkuð umfangsmiklar rannsóknir á þeim minjum sem í hættu eru vegna fyrirhugaðra framkvæmda á skipulagssvæðinu. Minjastofnun hefur hafið vinnu við gerð áætlunar um nauðsynlegar rannsóknir áður en framkvæmdaleyfi verður veitt. 3. Skipulagsstofnun, bréf dags. 8. maí 2013: Stofnunin gerir eftirfarandi athugasemdir við umhverfisskýrslu og deiliskipulagstillögu:3.1: Meta þarf áhrif stíflu og uppistöðulóns á vatnafar og lífríki.3.2: Stofnunin gerir athugasemdir við að ekki séu settir skýrir og bindandi skilmálar um hreinsun útblásturs í deiliskipulagstillöguna. Í því samhengi er minnt á að deiliskipulag er grundvöllur leyfisveitinga.3.3: Stofnunin gerir athugasemdir við að ekki eru settir bindandi skipulagsskilmálar í deiliskipulagstillöguna um fyrirkomulag fráveitu frá fyrirhugaðri iðnaðarstarfsemi svæðisins.3.4: Stofnunin telur að marka þurfi stefnu fyrir það 7 ha svæði innan skipulagssvæðis þar sem í tillögu er gert ráð fyrir að skipulagi sé frestað.3.5: Setja þarf skýra skilmála um fyrirhugaða stíflu í Bakkaá sem og uppistöðulónið.3.6: Setja þarf skilmála um mengunarvarnir á iðnaðarlóðunum sem og um hreinsun útblásturs og fráveitumál.3.7: Stofnunin telur æskilegt að skýrlega komi fram í skipulagstillögu hvort nýtingarhlutfall miðast við stærð lóðar eða stærð byggingarreits.3.8: Stofnunin telur að ekki séu sýnd mörk iðnaðasvæðis austan þjóðvegar.3.9: Fjallað er um jarðstrengi í greinargerð en þeir eru ekki sýndir á uppdrætti.3.10: Skipulagsstofnun bendir á að notkun sömu hugtaka og lita á deiliskipulagsuppdrætti og eru notaðir til að skilgreina og tákna landnotkunarflokka á aðalskipulagi er ekki æskileg. 4. Erla Bjarnadóttir, Kjartan Traustason, Héðinn Jónasson, Sigríður Hörn Lárusdóttir, Katý Bjarnadóttir og Sigrún Ingvarsdóttir, bréf dags. 16. maí 2013. Eftirfarandi athugasemdir og ábendingar koma fram:4.1: Óskað er eftir upplýsingum um til hvaða fjalla á Tjörnesi sé verið að vernda útsýn frá þjóðvegi eins og mælt er fyrir um í aðalskipulagi.4.2: Ábending um að tillaga að svæði undir steypustöð austan þjóðvegar norðan Bakkaár sé í mótsögn við umfjöllun deiliskipulagstillögu um varðveislu útsýnis til fjalla.4.3. Óskað er eftir skýringum á hvar ætlað er að taka neysluvatn til nota á iðnaðarsvæði.4.4. Gerð er krafa um að könnuð verði áhrif sjónmengunar, hljóðstigs, ljós- og rykmengunar sem íbúar á Héðinshöfða muni verða fyrir á uppbyggingartíma og við rekstur fyrirhugaðra mannvirkja. Farið er fram á að mælingar þar að lútandi hefjist nú þegar svo hægt verði að nýta til samanburðar á síðari stigum.4.5: Bent er á að hvergi sé í skipulagstillögunni umfjöllun um hvaða áhrif stóriðja PCC muni hafa á landbúnað og lífsgæði á Héðinshöfða.4.6: Spurt er hvaða veðurfarsrannsóknir liggi til grundvallar mengunarútreikninga frá stóriðju á Bakka. Minnt er á að veðurathuganir hafi ekki verið gerðar á Bakka frá 2010 og veðurstöð á hafnarsvæði Húsavíkur hafi verið óvirk í langan tíma. Þess er krafist að veðurathugunarstöðvar á Bakka og í Húsavíkurhöfn verði endurvirkjaðar nú þegar.4.7: Spurt er um útblástur vinnuvéla og faratækja á framkvæmdatíma og rekstrartíma stóriðju á Bakka. Hver verða mengunaráhrif á íbúabyggð, ræktun lands og landbúnaðar á Héðinshöfða. Gerð er krafa um að tekið verði tillit til þeirra áhrifa við fyrirhugaðar framkvæmdir.4.8: Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um áhrif sambærilegrar verksmiðju í fullum rekstri og þeirrar sem PCC hyggst reisa á Bakka á íbúa, landbúnað, gróður og dýralíf. 4.9: Gerð er krafa um að staðfest verði af fulltrúum Norðurþings og eigendum PCC að með tilkomu kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka verði lífsgæðum íbúa og landeigenda á Héðinshöfða ekki skert. Ræktun, landbúnaður og lífríki á Héðinshöfða skerðist ekki og verðgildi fasteigna og annara mannvirkja rýrni ekki á uppbyggingartíma né við rekstur. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera tillögu að viðbrögðum við athugasemdum og ábendingum sem borist hafa.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 110. fundur - 09.10.2013

Tillaga að 1. áfanga deiliskipulags að Bakka ásamt umhverfisskýrslu var kynnt á vordögum og samþykkt af bæjarstjórn. Vegna annmarka á afgreiðslu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar telur Skipulagsstofnun tilefni til að endurauglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu aðalskipulagsins. Gerðar hafa verið óverulegar leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð og voru þær breytingar kynntar á fundinum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði endurauglýst með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 29. fundur - 15.10.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tillaga að 1. áfanga deiliskipulags að Bakka ásamt
umhverfisskýrslu var kynnt á vordögum og samþykkt af bæjarstjórn.
Vegna annmarka á afgreiðslu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar telur Skipulagsstofnun tilefni til að endurauglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu aðalskipulagsins.
Gerðar hafa verið óverulegar leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð og voru þær breytingar kynntar á fundinum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði endurauglýst með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga
samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014

Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt óbreytt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda deiliskipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka þess verður auglýst.

Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda deiliskipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka þess verður auglýst. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.