Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

101. fundur 13. febrúar 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Björn Jóhannsson kynnti tillögu að deiliskipulagi suðurhluta iðnaðarsvæðis að Bakka auk tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna tilfærslu spennivirkis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að haldinn verði almennur kynningarfundur um skipulagstillögurnar þriðjudaginn 26. febrúar n.k. til samræmis við 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Umsagnir um skipulagslýsingu deiliskipulagsins hafa borist frá tveimur aðilum. Minjastofnun/Minjavörður Norðurlands eystra gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Skipulagsstofnun telur skipulagslýsingu ekki nægilega skýra hvað varðar:1. Gera þarf nánari grein fyrir umfangi urðunar, nánar tiltekið áætluðum vinnslutíma og magni úrgangs sem gert er ráð fyrir að urða á svæðinu. Ljóst þarf að vera að fyrirhugað deiliskipulag samræmist stefnu aðalskipulags hvað varðar umfang sorpförgunar og heildarmagn efnis til urðunar.2. Setja þarf skilmála í deiliskipulagstillöguna um frágang svæðisins að vinnslutíma loknum.3. Í umhverfisskýrslu þarf að gera grein fyrir viðmiðum og umhverfisverndarmarkmiðum úr stefnu stjórnvalda, lögum og reglugerðum sem lögð verða til grundvallar matinu. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að nauðsynlegt sé að upplýsingar um ofangreind atriði liggi fyrir þegar tillögudrög verða kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

3.Athugasemdir vegna stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201212093Vakta málsnúmer

Kynntar voru athugasemdir og hugrenningar Sigurjóns Benediktssonar vegna stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Lagt fram.

4.Heimöx, ósk um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir bjálkahús við verslunina Ásbyrgi, Kelduhverfi

Málsnúmer 201301053Vakta málsnúmer

Óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir söluhúsi Heimaxar við verslunina Ásbyrgi þar til gengið hefur verið frá deiliskipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði stöðuleyfi fyrir húsinu til tveggja ára frá samþykki í bæjarstjórn.

5.Sölkusiglingar ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir miðasöluhús á lóð Setbergs ehf. að Garðarsbraut 6

Málsnúmer 201302035Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 15 m² bjálkahúsi á lóð Garðarsbrautar 6 sem söluaðstöðu fyrir hvalaskoðunarferðir. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir skýrari myndum af útliti og afstöðu.

Fundi slitið - kl. 13:00.