Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

99. fundur 12. desember 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Nú er lokið umsagnarferli skipulagslýsingar vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Bakka. Tveir umsagnaraðilar skiluðu inn umsögn: 1. Umhverfisstofnun: Stofnunin telur jákvætt að forðast uppbyggingu austan þjóðvegar, skilja eftir græn svæði utan iðnaðarlóða og vernda votlendissvæði nyrst á svæðinu. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við skipulagslýsinguna. 2. Fornleifavernd ríkisins: Fornleifaverndin bendir á að nauðsynlegt sé að setja allar skráðar fornleifar sem eru innan skipulagssvæðis inn á skipulagsuppdrátt. Í því samhengi sé mikilvægt að líta til allra þeirra skráningarskýrslna sem til eru. 3. Landsnet: Óskað er eftir að staðsetning spennivirkis verði færð til norðurs til samræmis við fyrri hugmyndir Landsnets. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að færa spennivirki Landsnets til norðurs sbr. fyrri hugmyndir og útvíkka þar með skipulagssvæðið lítillega. Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni. Áréttað er að við gerð deiliskipulagsins verði fjallað um allar skráðar fornleifar á skipulagssvæðinu. Soffía óskar bókað: Óskað verði eftir því að Landsnet kanni möguleikann á að setja háspennulinur í jörð um 4 km frá þjóðvegi 85. Vigfús Sigurðsson frá Mannviti kynnti fyrstu drög að deiliskipulagi umrædds svæðis. Þær hugmyndir eru í samræmi við væntingar nefndarinnar. Stefnt er að almennum kynningarfundi um skipulagstillöguna 7. janúar n.k.

2.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Nú er lokið umsagnarferli skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Dettifossvegar. Fjórir umsagnaraðilar skiluðu inn umsögnum: 1. Umhverfisstofnun: Umhverfisstofnun telur að fjallað sé um alla meginþætti fyrirhugaðrar framkvæmdar í skipulagslýsingu. Stofnunin telur að fjalla eigi ítarlega um efnistökusvæði og sérstaklega fyrirhugaðan frágang þar sem námur verða í grónu landi og einnig hvernig verður staðið að uppgræðslu á námu- og vegsvæðum. Bent er á að deiliskipulag Dettifossvegar verði að vera í samræmi við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. 2. Fornleifavernd: Í ljósi áður unninnar fornleifaskráningar sem og rannsóknir á þeim fornleifum sem gætu raskast við framkvæmdir gerir Fornleifavernd ekki athugsemdir við deiliskipulags- og matslýsingu. 3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra: HNE bendir á að strangari kröfur eru varðandi val á efnistökustöðum og frágangi þeirra þeirra innan þjóðgarða en víðast annarsstaðar. Efnistökusvæðin verði eins fá og hægt er að komast af með og sem minnst áberandi í landslagi. 4. Skipulagsstofnun: a) Skipulagsstofnun telur tilefni til að skoða hvort mögulega megi skipta deiliskipulaginu í tvær tillögur sem miðist við sveitarfélagamörkin svo ekki þurfa taka hugsanlegar skipulagsbreytingar í framtíðinni fyrir í báðum sveitarfélögum. b) Gera þarf grein fyrir stöðu skipulagsmála í Skútusaðahreppi í umhverfisskýrslu. c) Skipulagsstofnun telur að meta þurfi sérstaklega þau áhrif sem aukin umferð og fjölgun ferðamanna um svæðið mun hafa á umhverfið. d) Taka þarf afstöðu til þess hvort vakta skuli áhrif aukinnar umferðar um svæðið. e) Meðal umhverfisþátta eru "sjónræn áhrif". Skipulagsstofnun bendir á að þar á betur við að kalla umhverfisþáttinn "landslag" sbr. leiðbeiningar Skipulagsstofnunar þar um.f) Skipulagsstofnun minnir á að í áliti Skipulagsstofnunar frá 27. júlí 2006 og ákvörðun um matsskildu eru sett fram ýmis skilyrði um tilhögun vegaframkvæmdanna, mótvægisaðgerðir og vöktun umhverfisáhrifa. Hlutaðeigandi sveitarfélög þurfa að taka afstöðu til þessara skilyrða og ákveða að hversu miklu leiti þau skulu tekin upp í skilmála deiliskipulagstillögunnar.g) Skipulagsstofnun minnir á að auki að hafa þarf samráð við Skógrækt ríkisins þar sem vegurinn fer um Meiðavallaskóg. Leita þarf samþykkis skógræktarstjóra fyrir rjóðurfellingu skóga sbr. 6. gr. laga um skógrækt nr. 36/1955. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdaaðila að deiliskipulagstillögunni verði skipt á sveitarfélagamörkum til samræmis við tillögu Skipulagsstofnunar. Nefndin tekur einnig undir önnur þau sjónarmið umsagnaraðila sem fram koma hér að ofan.

3.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Kynnt var tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæði fyrir sorp á gamla flugvellinum við Kópasker. Tillagan er unnin af verkfræðistofunni Eflu og dagsett desember 2012. Skipulags- og byggingarnefnd dregur í efa að rétt sé farið með landeiganda skipulagssvæðis í greinargerð og fer fram á að það verði tekið til skoðunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsing verði að öðru leiti samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Ágúst Hafsteinsson sækir f.h. Benedikts Kristjánssonar um leyfi til að skipta íbúðarhúsi að Þverá í tvær íbúðir

Málsnúmer 201212009Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir innréttingu nýrrar íbúðar í austurenda gamla íbúðarhússins að Þverá í Öxarfirði. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að innréttuð verði ný íbúð í húsinu og er byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þar að lútandi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Útbúa þarf óháða flóttaleið út úr eldri íbúð í stað þeirrar sem lokað verður skv. teikningu.

5.Axel Yngvason f.h. Ferðaþjónustunnar Skúlagarði ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir gistieiningar við Lund

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistieiningum frá Skúlagarði annarsvegar og Reyðarfirði hinsvegar vestan við sundlaug í Lundi. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirhugaðri staðsetningu.Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á stöðuleyfi fyrir umsóttum mannvirkjum. Umsækjandi hefur ekki lóðarréttindi í Lundi og ekki fylgja erindinu myndir af fyrirhuguðum mannvirkjum.

6.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingar á risi Höfða 24b

Málsnúmer 201212025Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breytingum á þaki Höfða 24 sem felast í hækkun veggja og minnkaðs þakhalla. Gert er ráð fyrir óbreyttri mænishæð. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af breytingunum. Með umsókn fylgir einnig undirskrifað samþykki lóðarhafa næstu lóða fyrir breytingunum sem og annara eigenda fasteigna á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirhugaðar breytingar og telur framlagða grenndarkynningu fullnægjandi skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingunum þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.

7.Sigríður Sigþórsdóttir f.h. Norðursiglingar ehf. sækir um byggingarleyfi hæðar ofan á Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201212030Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á Hafnarstétt 11, Svartabakka. Teikning er unnin af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Ennfremur er óskað eftir stöðuleyfi fyrir léttu húsi ofan á hæðina til samræmis við skilmála deiliskipulags. Það hús er einnig sýnt á teikningunum, en er þar teiknað heldur stærra en skipulag heimilar. Í umsókn kemur fram að skilað verði inn teikningu af samsvarandi húsi sem hafi sama grunnflatarmál og hús ofan á Hafnarstétt 7. Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhuguð mannvirki í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðhafnarsvæðis og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir hæð ofan á húsið þegar fullnægjandi teikningar hafa borist, sem og jákvæðar umsagnir heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsi ofan á 2. hæð hússins þegar fullnægjandi teikningar hafa borist. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu.

8.Sveinn Hreinsson f.h. Norðurþings sækir um byggingarleyfi fyrir mötuneytiseldhús við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201212004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir hæð ofan á smíðastofu í NV-enda eldri byggingar Borgarhólsskóla. Fyrirhuguð viðbygging er 45,2 m² að grunnfleti. Teikning er unnin af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið nágrönnum að Skólastíg 3 og Miðgarði 3. Ef ekki berast athugasemdir við grenndarkynningu er byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu að fengnum jákvæðum umsögnum frá heilbrigðiseftirliti, vinnueftirliti og eldvarnareftirliti.

9.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Árna Sigurðssyni vegna Hnitbjarga, Raufarhöfn

Málsnúmer 201211079Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfi til sölu veitinga til handa Árna Sigurðssyni að Hnitbjörgum á Raufarhöfn. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings veitir jákvæða umsögn um erindið.

10.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Báru Siguróladóttur, Keldunesi

Málsnúmer 201211095Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Báru Siguróladóttur vegna sölu gistingar og veitinga í Ferðaþjónustunni í Keldunesi. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

11.Árni Kristinsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið að Laxárlundi 4

Málsnúmer 201211022Vakta málsnúmer

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í nóvember. Nú hefur umsækjandi skilað inn skriflegu samþykki næstu nágranna fyrir byggingaráformunum. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að grenndarkynning húsbyggjanda sé fullnægjandi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og samþykkir því á erindið.

Fundi slitið - kl. 13:00.