Árni Kristinsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahúsið að Laxárlundi 4
Málsnúmer 201211022
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012
Skv. teikningum er fyrirhugað hús hærra en önnur hús á svæðinu. Skipulagsskilmálar deiliskipulags eru óskýrir, en ekki er hægt að sjá á skipulagsgögnum að til stæði að heimila svo háa byggingu í þessu frístundahúsahverfi. Jafnramt telur nefndin óæskilegt útlitslega að svo hátt hús verði byggt á þessum stað. Skipulags- og byggingarnefnd fellst því ekki á erindið.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 99. fundur - 12.12.2012
Erindið var áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í nóvember. Nú hefur umsækjandi skilað inn skriflegu samþykki næstu nágranna fyrir byggingaráformunum. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að grenndarkynning húsbyggjanda sé fullnægjandi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og samþykkir því á erindið.