Fara í efni

Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

Málsnúmer 201209089

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis og matslýsingu áætlana sem lögð er fyrir bæjarstjórn Norðurþings til samþykktar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis og matslýsing verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 18. fundur - 23.10.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis og matslýsingu áætlana sem lögð er fyrir bæjarstjórn Norðurþings til samþykktar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis og matslýsing verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tóku: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 99. fundur - 12.12.2012

Nú er lokið umsagnarferli skipulagslýsingar vegna deiliskipulags Dettifossvegar. Fjórir umsagnaraðilar skiluðu inn umsögnum: 1. Umhverfisstofnun: Umhverfisstofnun telur að fjallað sé um alla meginþætti fyrirhugaðrar framkvæmdar í skipulagslýsingu. Stofnunin telur að fjalla eigi ítarlega um efnistökusvæði og sérstaklega fyrirhugaðan frágang þar sem námur verða í grónu landi og einnig hvernig verður staðið að uppgræðslu á námu- og vegsvæðum. Bent er á að deiliskipulag Dettifossvegar verði að vera í samræmi við verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. 2. Fornleifavernd: Í ljósi áður unninnar fornleifaskráningar sem og rannsóknir á þeim fornleifum sem gætu raskast við framkvæmdir gerir Fornleifavernd ekki athugsemdir við deiliskipulags- og matslýsingu. 3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra: HNE bendir á að strangari kröfur eru varðandi val á efnistökustöðum og frágangi þeirra þeirra innan þjóðgarða en víðast annarsstaðar. Efnistökusvæðin verði eins fá og hægt er að komast af með og sem minnst áberandi í landslagi. 4. Skipulagsstofnun: a) Skipulagsstofnun telur tilefni til að skoða hvort mögulega megi skipta deiliskipulaginu í tvær tillögur sem miðist við sveitarfélagamörkin svo ekki þurfa taka hugsanlegar skipulagsbreytingar í framtíðinni fyrir í báðum sveitarfélögum. b) Gera þarf grein fyrir stöðu skipulagsmála í Skútusaðahreppi í umhverfisskýrslu. c) Skipulagsstofnun telur að meta þurfi sérstaklega þau áhrif sem aukin umferð og fjölgun ferðamanna um svæðið mun hafa á umhverfið. d) Taka þarf afstöðu til þess hvort vakta skuli áhrif aukinnar umferðar um svæðið. e) Meðal umhverfisþátta eru "sjónræn áhrif". Skipulagsstofnun bendir á að þar á betur við að kalla umhverfisþáttinn "landslag" sbr. leiðbeiningar Skipulagsstofnunar þar um.f) Skipulagsstofnun minnir á að í áliti Skipulagsstofnunar frá 27. júlí 2006 og ákvörðun um matsskildu eru sett fram ýmis skilyrði um tilhögun vegaframkvæmdanna, mótvægisaðgerðir og vöktun umhverfisáhrifa. Hlutaðeigandi sveitarfélög þurfa að taka afstöðu til þessara skilyrða og ákveða að hversu miklu leiti þau skulu tekin upp í skilmála deiliskipulagstillögunnar.g) Skipulagsstofnun minnir á að auki að hafa þarf samráð við Skógrækt ríkisins þar sem vegurinn fer um Meiðavallaskóg. Leita þarf samþykkis skógræktarstjóra fyrir rjóðurfellingu skóga sbr. 6. gr. laga um skógrækt nr. 36/1955. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdaaðila að deiliskipulagstillögunni verði skipt á sveitarfélagamörkum til samræmis við tillögu Skipulagsstofnunar. Nefndin tekur einnig undir önnur þau sjónarmið umsagnaraðila sem fram koma hér að ofan.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100. fundur - 16.01.2013

Vegagerðin og Vatnajökulsþjóðgarður óska eftir því við sveitarstjórn Norðurþings að "Deiliskipulag Dettifossvegar 862" verði tekið til formlegrar umfjöllunar. Deiliskipulagstillagan er lögð fram á fimm uppdráttum (A1) og í greinargerð. Meirihluti skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings áréttar sína afstöðu um að fyrirhugaður vegur sé mikilvæg samgönguæð og því óásættanlegt að umferðarhraði verði sérstaklega tekinn þar niður. Því er farið fram á að felld verði út úr greinargerð ítrekuð umfjöllun um leiðir til að draga úr umferðarhraða á aðalveginum. Meirihlutinn leggur til við bæjarstjórn að tillagan með fyrrgreindri breytingu verði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að allar meginforsendur vegarins liggi fyrir í aðalskipulagi og telur því óþarft að halda almennan kynningarfund um skipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun áætlunina til umfjöllunar á grundvelli 7. gr. laga nr. 105/2006 og skipulagslaga. Arnþrúður leggur til að skipulagstillagan verði kynnt eins og hún er lögð fram.

Bæjarstjórn Norðurþings - 21. fundur - 22.01.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 100. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Vegagerðin og Vatnajökulsþjóðgarður óska eftir því við sveitarstjórn Norðurþings að "Deiliskipulag Dettifossvegar 862" verði tekið til formlegrar umfjöllunar.
Deiliskipulagstillagan er lögð fram á fimm uppdráttum (A1) og í greinargerð.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings áréttar sína afstöðu um að fyrirhugaður vegur sé mikilvæg samgönguæð og því óásættanlegt að umferðarhraði verði sérstaklega tekinn þar niður.
Því er farið fram á að felld verði út úr greinargerð ítrekuð umfjöllun um leiðir til að draga úr umferðarhraða á aðalveginum.
Meirihlutinn leggur til við bæjarstjórn að tillagan með fyrrgreindri breytingu verði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin telur að allar meginforsendur vegarins liggi fyrir í aðalskipulagi og telur því óþarft að halda almennan kynningarfund um skipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun áætlunina til umfjöllunar á grundvelli 7. gr. laga nr. 105/2006 og skipulagslaga.
Arnþrúður leggur til að skipulagstillagan verði kynnt eins og hún er lögð fram. Til máls tóku: Jón Grímsson og Olga, Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi bókun:"Greinargerð skipulagsins hefur verið breytt til samræmis við óskir skipulags- og byggingarnefndar" Tillaga meirihluta skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Nú er lokið kynningu á tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar skv. ákvæðum skipulagslaga. Athugasemdir/ábendingar bárust frá þremur aðilum innan skilgreinds athugasemdafrests:1. Guðrún Árnadóttir á Meiðavöllum, tölvupóstur til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12. mars 2013: Farið er fram á að gert verði ráð fyrir fernum búfjárgöngum undir Dettifossveg, þar af þrennum hestgengum. Tilteknar eru hugmyndir um staðsetningu gangna. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þrennum göngum, þar af tveimur hestgengum.Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að færðar verði inn breytingar á deiliskipulagstillögunni þannig að gert verði ráð fyrir fernum undirgöngum til samræmis við athugasemdir Guðrúnar.2. Sigurður Yngvason, munnl. athugasemd til skipulags- og byggingarfulltrúa: Sigurður minnir á að nokkur hluti fyrirhugaðs vegar liggi um birkiskóg í landi Tóveggjar og telur rangt að kalla þann hluta skógarins Meiðavallaskóg.Viðbrögð: Beðist er velvirðingar á rangfærslu sem fram kemur á einum stað í greinargerð. Texti greinargerðar bls. 22 hefur verið lagfærður þannig að þar er nú fjallað um Tóveggjarskóg.3. Náttúrustofa Norðausturlands, bréf dags. 15. mars 2013: Bent er á að nauðsynlegt sé að gera grein fyrir áhrifum vegarins á fuglalíf á svæði fjögur eins og gert er fyrir hin þrjú svæði vegarins.Viðbrögð: Fyrir mistök hefur kafli um dýralíf á fjórða hluta Dettifossvegar fallið út. Það hefur nú verið lagfært og umfjöllun þar með samræmd við aðra hluta vegarins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verð samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku.

Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu á tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar skv. ákvæðum skipulagslaga.
Athugasemdir/ábendingar bárust frá þremur aðilum innan skilgreinds athugasemdafrests:1.
Guðrún Árnadóttir á Meiðavöllum, tölvupóstur til skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12. mars 2013:
Farið er fram á að gert verði ráð fyrir fernum búfjárgöngum undir Dettifossveg, þar af þrennum hestgengum.
Tilteknar eru hugmyndir um staðsetningu gangna.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir þrennum göngum, þar af tveimur hestgengum.Viðbrögð:
Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að færðar verði inn breytingar á deiliskipulagstillögunni þannig að gert verði ráð fyrir fernum undirgöngum til samræmis við athugasemdir Guðrúnar.2.
Sigurður Yngvason, munnl. athugasemd til skipulags- og byggingarfulltrúa:
Sigurður minnir á að nokkur hluti fyrirhugaðs vegar liggi um birkiskóg í landi Tóveggjar og telur
rangt að kalla þann hluta skógarins Meiðavallaskóg.Viðbrögð:
Beðist er velvirðingar á rangfærslu sem fram kemur á einum stað í greinargerð.
Texti greinargerðar bls. 22 hefur verið lagfærður þannig að þar er nú fjallað um Tóveggjarskóg.3.
Náttúrustofa Norðausturlands, bréf dags.
15. mars 2013:
Bent er á að nauðsynlegt sé að gera grein fyrir áhrifum vegarins á fuglalíf á svæði fjögur eins og gert er fyrir hin þrjú svæði vegarins.Viðbrögð:
Fyrir mistök hefur kafli um dýralíf á fjórða hluta Dettifossvegar fallið út.
Það hefur nú verið lagfært og umfjöllun þar með samræmd við aðra hluta vegarins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verð samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun og auglýsa gildistöku. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106. fundur - 25.06.2013

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að deiliskipulagi þjónustusvæðis og áningarstaðar við Dettifoss. Óverulegur hluti skipulagstillögunnar er innan marka Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að samþykkt verði af hálfu Norðurþings að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.