Bæjarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg
Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer
2.Ógilding samþykktar um þátttöku sveirfélagsins í skólaakstri leikskólabarna.
Málsnúmer 201301032Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var til afgreiðslu á 23. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi samþykkt sem gerð var 22. mars 2011 varðandi akstur leikskólabarna verði felld úr gildi, þar sem akstur skólabarna í sveitarfélaginu er í ákveðnum farvegi. "Bæjarráð samþykkir að þeir foreldrar sem þurfa að aka meira en 40 km á dag til að koma börnum á leikskóla fái greiddan styrk sem nemur 30 kr. á km sem aka þarf umfram 40 km á dag. Ekki er greitt fyrir akstur nema sem nemur einni ferð á dag fram og til baka í leikskóla frá hverju heimili, styrkurinn hækkar ekki þó svo foreldrar eigi fleiri en eitt barn í leikskóla. Styrkurinn er afturvirkur til ágúst 2010, miðað við núverandi styrkupphæð. Styrkurinn kemur til útborgunar tvisvar á ári, í júní og desember." Tillaga fræðslu- og menningarnefndar um ógildingu samþykktar á þátttöku sveitarfélagsins í skólaakstri leikskólabarna frá 22. mars 2011 samþykkt samhljóða.
3.Bæjarráð Norðurþings - 65
Málsnúmer 1301001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 65. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Bergur og Soffía.Til máls tóku undir 11. lið fundargerðarinnar: Soffía, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Friðrik og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Jón Helgi, Soffía, Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
4.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100
Málsnúmer 1301002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 100. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Friðrik, Bergur, Jón Grímsson, Soffía, Þráinn og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
5.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 18
Málsnúmer 1301003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 18. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.
6.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25
Málsnúmer 1301004Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 25. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Þráinn, Hjálmar Bogi og Gunnlaugur.Til máls tóku undir 2. lið fundargarðarinnar: Jón Grímsson, Hjálmar Bogi, Gunnlaugur og Þráinn.Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
7.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 23
Málsnúmer 1301005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 23. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Bergur.Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Soffía, Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Friðrik, Bergur, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Trausti og Þráinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Deiliskipulagstillagan er lögð fram á fimm uppdráttum (A1) og í greinargerð.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings áréttar sína afstöðu um að fyrirhugaður vegur sé mikilvæg samgönguæð og því óásættanlegt að umferðarhraði verði sérstaklega tekinn þar niður.
Því er farið fram á að felld verði út úr greinargerð ítrekuð umfjöllun um leiðir til að draga úr umferðarhraða á aðalveginum.
Meirihlutinn leggur til við bæjarstjórn að tillagan með fyrrgreindri breytingu verði auglýst til kynningar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin telur að allar meginforsendur vegarins liggi fyrir í aðalskipulagi og telur því óþarft að halda almennan kynningarfund um skipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun áætlunina til umfjöllunar á grundvelli 7. gr. laga nr. 105/2006 og skipulagslaga.
Arnþrúður leggur til að skipulagstillagan verði kynnt eins og hún er lögð fram. Til máls tóku: Jón Grímsson og Olga, Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi bókun:"Greinargerð skipulagsins hefur verið breytt til samræmis við óskir skipulags- og byggingarnefndar" Tillaga meirihluta skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.