Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

54. fundur 05. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson varamaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Alþingi-Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012

Málsnúmer 201209004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð Fjárlaganefnd Alþingis með fulltrúum sveitarfélaga og eða landshlutasamtaka um fjármál sveitarfélaga. Fundurinn er boðaður í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013. Óskað er eftir því að sveitarfélögin leggi áherslur á málefni sem varðar fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga svo og önnur mál sem tengjast málefnasviði nefndarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á tímasetningu með Fjárlaganefnd Alþingis.

2.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer


;
Bæjarráð beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja nú þegar deiliskipulag á iðnaðarlóðinni á Bakka og að nefndin leggi fram drög að landslagshönnun til að takmarka sjónræn áhrif á iðnaðarsvæðinu. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu vegna skipulagsvinnu að upphæð allt að 6 milljónum króna sem varið verður á árinu 2012. ;

3.Fjárhagsáætlanir Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur kynning á frávikagreiningu fyrstu 6 mánaða ársins 2012 ásamt þróun tekna. Farið yfir drög að skipulagi við vinnu fjárrhagsáætlunar ársins 2013 en samkvæmt nýju sveitarstjórnarlögum skal vinna fjárhagsátætlun komandi árs samhliða 3ja ára fjárahagsáætlun og skal tveimur umræðum í bæjarstjórn vera lokið um hvora í nóvember. Einnig þarf að vinna að 10 ára áætlun þar sem sérstaklega er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem sett eru í viðmiðum um fjármál sveitarfélaga samkvæmt hinni nýju reglugerð frá því í júní s.l. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 ásamt 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2014 - 2016 ).

4.Greið leið ehf-Áskriftarréttur að hlutafé

Málsnúmer 201209002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Greið leið ehf. þar sem fram kemur nýting heimildar aðalfundar, í samræmi við 1.mgr. 30. gr. laga nr. 138/1994, til að hækka hlutafé félagsins um kr. 100.000.000.- að nafnvirði með innborgun á nýju hlutafé. Heimildin er veitt til 1. júní 2013 og er henni ætlað að gera félaginu mögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Vaðlaheiðagöngum hf. Þar sem sveitarfélagið Norðurþing er hluthafi í félaginu á það rétt á því að skrá sig fyrir hlutum í hlutfalli við núverandi hlutafjáreign, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 138/1994 og greiða fyrir eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum.Ákveði sveitarfélagið að nýta sér áskriftarrétt sinn á hlutafénu þarf að staðgreiða hlutinn fyrir 5. október n.k. Ákveði sveitarfélagið að skrá sig ekki fyrir þeim hlut sem það á rétt til verður nýjum hluthöfum biðið að kaupa hlutina á því gengi sem stjórn félagsins ákveður. Sveitarfélagið Norðurþing á, samkvæmt skráningu frá 30.08.2012., krónur 2.514.331.- að nafnvirði eða um 3,33% eignarhlut. Sveitarfélagið mun eiga krónur 5.846.916.- eftir aukningu og hækkar þar með eignarhlut sinn um 3.332.585.- krónur. Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins Norðurþings í fyrirliggjandi hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf.

5.Hólmfríður Halldórsdóttir og Stefanía Gísladóttir óska eftir viðræðum við bæjarstjórn vegna stofnunar jarðvangs

Málsnúmer 201207002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem var tekið fyrir á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs en þá komu fulltrúar frá verkefnahópnum og kynntu hugmyndir og verkefnið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir að Atvinnuþróun Þingeyinga fari yfir verkefnið og vinni mat á áhrifum verkefnisins á innviði sveitarfélagsins. Málið verður svo tekið upp við gerð fjárhagsgerð ársins 2013.

6.Isavia - samstarfssamningur

Málsnúmer 201208014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá ISAVIA vegna Húsavíkurflugvallar. Erindið hefur áður fengið umfjöllun í bæjarráði og hefur með rekstur flugvallarins að gera en fyrirhugað er að halda áætlunarflugi áfram í vetur af hálfu Flugfélagsins Ernir. ISAVIA hefur metið kostnað við rekstur flugvallarins miðað við heils árs þjónustu. Niðurstaða þeirrar skoðunar hefur leitt í ljós að um 14 mkr. aukning á árlegum rekstarkostnaði verður að ræða. ISAVIA bendir á að ekki sé fyrir hendi fjármagn í þjónustusamningi við innanríkisráðuneytið vegna þessa viðbótar rekstrarkostnaðar.ISAVIA telur því ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir heilsárs þjónustu á Húsavíkurflugvelli án frekari stuðnings hins opinbera eða annara hagsmunaaðila. Það er því ljóst að óvissa ríkir um framhaldsflug eftir 1. október n.k. og því óskar félagið eftir viðræðum við sveitarfélagið Norðurþing um málið. Bæjarráð samþykkir beiðni ISAVIA um viðræður en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að þjónusta við áætlunarflug á Húsavíkurflugvelli verði tryggð. Friðrik Sigurðsson og Hilmar Dúi Björgvinsson óskað bókað: Vegna framkomins bréfs frá Hauki Haraldssyni, framkvæmdastjóra flugvalla og mannvirkjasviðs ISAVIA viljum við taka fram að okkur þykir framkoma ISAVIA í garð íbúa í Þingeyjarsýslu vera fyrir neðan allar hellur. Að leggja fram bréf þar sem því er hótað að flug leggist af til Aðaldalsflugvallar ef ekki komi til frekari fjármunir til reksturs flugvallarins, nema sveitarfélagið Norðurþing leggi fram fjármuni jaðrar við fjárkúgun.Við viljum benda á það að ISAVIA hagnaðist um 2,1 milljarð árið 2010 og um ríflega 600 milljónir árið 2011. Reikna má með því að tekjur ISAVIA af flugi um Aðaldalsflugvöll á ársgrundvelli séu nú þegar farnar að nálgast þá fjárhæð sem nefnd er í bréfi ISAVIA. Þar kemur fram að rekstur vallarins á ári nemi 14 milljónum. Ekki er heldur tekið tillit til tekjuaukningar ISAVIA af lendingum á Reykjavíkurflugvelli. Ef opinber aðili eins og ISAVIA er ekki tilbúin að taka þátt í því að byggja upp flugstarfsemi um Aðaldalsflugvöll, er best að þeir afsali sér þessum mannvirkjum til Norðurþings. Friðrik Sigurðsson - signHilmar Dúi Björgvinsson - sign

7.Ósk um aukafjárveitingu fyrir málaflokk 13 027 atvinnumál-stóriðjuverkefni

Málsnúmer 201209006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk bæjarstjóra um aukafjárveitingu í málaflokk 13 - Atvinnumál - vegna orkufreks iðnaðar á Bakka, um allt að 10 milljónir króna, til að mæta kostnaði við samningagerð við væntanlega orkukaupendur, sérfræðiaðstoð við greiningar, samningagerð við stjórnvöld og stoðstofnanir þeirra. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjani beiðni um aukafjárveitingu.

8.Q-félag hinsegin stúdenta-Beiðni um styrk

Málsnúmer 201208075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Q-félagi hinsegin stúdenta en félagið fer fram á styrkbeiðni að upphæð allt að 25.000.- krónur. Bæjarráð þakkar félagasamtökunum fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

9.Upptökur og útsending á fundum bæjarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 201205056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 12. fundi bæjarstjórnar en þar var málinu vísað til bæjarráðs. Erindið var áður á dagskrá 46. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur gróf samantekt á kostnaði við búnað og leyfisgjöld en áætlaður kostnaður vegna upptökubúnaðar, rekstri hans ásamt leyfisgjöldum er um 3,8 mkr. Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

10.Héraðsdómur Norðurlands eystra ? Mál nr. E ? 168/2011 gegn Dvalarheimili aldraðra Húsavík

Málsnúmer 201209015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur dómur Héraðsdóms Norðurlands Eystra í máli gegn Dvalarheimili aldraðra Húsavík. Fram kemur í dómsorði að stefnda, Dvalarheimili aldraðra, Húsavík er skýknað af kröfum stefnanda. Dómur lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.