Greið leið ehf-Áskriftarréttur að hlutafé
Málsnúmer 201209002
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Greið leið ehf. þar sem fram kemur nýting heimildar aðalfundar, í samræmi við 1.mgr. 30. gr. laga nr. 138/1994, til að hækka hlutafé félagsins um kr. 100.000.000.- að nafnvirði með innborgun á nýju hlutafé. Heimildin er veitt til 1. júní 2013 og er henni ætlað að gera félaginu mögulegt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Vaðlaheiðagöngum hf. Þar sem sveitarfélagið Norðurþing er hluthafi í félaginu á það rétt á því að skrá sig fyrir hlutum í hlutfalli við núverandi hlutafjáreign, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 138/1994 og greiða fyrir eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum.Ákveði sveitarfélagið að nýta sér áskriftarrétt sinn á hlutafénu þarf að staðgreiða hlutinn fyrir 5. október n.k. Ákveði sveitarfélagið að skrá sig ekki fyrir þeim hlut sem það á rétt til verður nýjum hluthöfum biðið að kaupa hlutina á því gengi sem stjórn félagsins ákveður. Sveitarfélagið Norðurþing á, samkvæmt skráningu frá 30.08.2012., krónur 2.514.331.- að nafnvirði eða um 3,33% eignarhlut. Sveitarfélagið mun eiga krónur 5.846.916.- eftir aukningu og hækkar þar með eignarhlut sinn um 3.332.585.- krónur. Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins Norðurþings í fyrirliggjandi hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf.