Upptökur og útsending á fundum bæjarstjórnar Norðurþings
Málsnúmer 201205056
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi um upptökur og útsendingar á fundum bæjartjórnar. Bæjarráð frestar erindinum en felur fjármálastjóra að fara yfir alla kostnaðarþætti og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 12. fundi bæjarstjórnar en þar var málinu vísað til bæjarráðs. Erindið var áður á dagskrá 46. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur gróf samantekt á kostnaði við búnað og leyfisgjöld en áætlaður kostnaður vegna upptökubúnaðar, rekstri hans ásamt leyfisgjöldum er um 3,8 mkr. Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.