Bæjarráð Norðurþings
1.Ljósleiðaravæðing
Málsnúmer 201205072Vakta málsnúmer
2.Upptökur og útsending á fundum bæjarstjórnar Norðurþings
Málsnúmer 201205056Vakta málsnúmer
3.Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.
Málsnúmer 201204031Vakta málsnúmer
4.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni v/Gistiheimilis Húsavíkur, Höfða 24b, Húsavík
Málsnúmer 201205049Vakta málsnúmer
5.sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur v/Naustið ehf
Málsnúmer 201205075Vakta málsnúmer
6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeir S. Óskarssyni v/Héðinsbrautar 15, Húsavík
Málsnúmer 201205051Vakta málsnúmer
7.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012
Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer
8.Sjávarútvegsráðuneyti, úthlutun byggðakvóta
Málsnúmer 201009108Vakta málsnúmer
9.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014
Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer
10.Matvælastofnun, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sæskel ehf. vegna kræklingaræktunar
Málsnúmer 201205054Vakta málsnúmer
11.Matvælastofnun, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristjáni Phillips vegna kræklingaræktunar
Málsnúmer 201205053Vakta málsnúmer
12.Ósk um að kynna verkefnið "Garðarshólmur" fyrir bæjarstjórn
Málsnúmer 201205032Vakta málsnúmer
13.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu innviða
Málsnúmer 201205060Vakta málsnúmer
14.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012
Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer
15.Eyðibýli - áhugamannafélag, ósk um styrk
Málsnúmer 201205068Vakta málsnúmer
16.Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2012
Málsnúmer 201201045Vakta málsnúmer
17.Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning
Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer
18.Efnahags- og viðskiptanefnd, frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki til umsagnar, 762. mál
Málsnúmer 201205048Vakta málsnúmer
19.Björgunarsveitin Garðar, ósk um stuðning við kaup á nýjum björgunarbát
Málsnúmer 201112039Vakta málsnúmer
"Fram kemur í bréfi að fyrirliggur ákvörðun sveitarinnar að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að endurnýja björgunarbát félagsins.
Þessi ákvörðun hefur átt langan aðdraganda og er tekin á grundvelli þess að fjöldi útkalla á sjó hefur farið vaxandi á undanförnum árum.
Björgunarsveitin Garðar er búin að gera samning við RNLI, sem er breskt sjóbjörgunarfélag, um kaup á opnum harðbotna slöngubát af gerðinni Atlantic 75.
Þetta er sérhannaður björgunarbátur þar sem áreiðanleiki, sjóhæfni og öryggi áhafnarmeðlima er haft að leiðarljósi og eru kostir hans umfram núverandi báts umtalsverðir.Þetta er stórt verkefni fyrir ekki stærri sveit en Garðar.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hafði frumkvæðið að því að bjóða aðkomu klúbbsins að verkefninu.
Sveitinni vantar töluvert upp á svo ljúka megi fjármögnuninni og því er leitað til sveitarfélagsins um aðkomu að þessu verkefni.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og fagnar áræðni sveitarinnar að tryggja enn frekar öryggi sjófarenda við Skjálfanda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar um verkefnið, þ.e. heildarkostnað, fjármögnun og aðkomu sveitarfélagsins að því
og leggja fyrir bæjarráð síðar".Bæjarráð hefur nú til umfjöllunar samantekt bæjarstjóra um verkefnið og kostnaðaráætlun sveitarinnar vegna kaupanna. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 800.000.- krónur.
20.Ársfundur FSA
Málsnúmer 201105051Vakta málsnúmer
21.Aflið, styrkbeiðni
Málsnúmer 201105032Vakta málsnúmer
22.Aðalfundur Landskerfa bókasafna hf.
Málsnúmer 201005056Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:00.
Greinargerð:
Norðurþing (áður Húsavíkurkaupstaður) átti gott samstarf við Símann hf við lagningu breiðbandskerfis á Húsavík og var sveitarfélagið þá tilraunasveitarfélag við nýtingu þessarar nýju tækni. Nú rúmum áratug síðar er nýting á þeim lögnum lítil þrátt fyrir að þær séu tæknilega fullkomnar. Í dag er ljósleiðari í alla götukassa Símans á Húsavík og því ætti að vera auðvelt að endurnýja endabúnað í götukössunum sem tryggt getur íbúum stórbætt aðgengi að interneti og sjónvarpssendingum.
Samkvæmt heimasíðu Símanns hf kemur fram að með Ljósnetinu sé tengihraði 50 mb/s í stað núverandi hraða á ADSL, sem er 12 til 16 mb/s
Kostnaður við framkvæmd sem þessa er mun minni en víða annarsstaðar, þar sem allar lagnir í götum eru til staðar bæði milli símstöðvar og götukassa og frá götukössum og inn í íbúðarhús.