Fara í efni

Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 12. fundur - 28.02.2012



Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga að breytingu á nefndarskipan í yfirkjörstjórn.

Guðrún Kristín Jóhannsdóttir hefur beðist lausnar sem formaður yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins Norðurþings.
Tillaga er um að Höskuldur Skúli Hallgrímsson komi inn sem aðalmaður í yfirkjörstjórn.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 41. fundur - 15.03.2012

Fyrir bæjarráði liggur að skipa fulltrúa Norðurþings í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga. Bæjarráð tilnefnir Huld Aðalbjarnardóttir, fræðslu og menningarfulltrúa, í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Skipa þarf nýjan varamann í undirkjörstjórn I á Húsavík fyrir Óskar Jóhannsson sem er fluttur úr sveitarfélaginu
Fyrir bæjarráði liggur að: 1. tilnefna varamann í undirkjörstjórn I á Húsavík fyrir Óskar Jóhannsson sem er fluttur úr sveitarfélaginu. Bæjarráð tilnefnir Grétar Sigurðsson, Ásgarðsvegi 13 á Húsavík. 2. tilnefna aðalmann í stjórn Svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar. Bæjarráð tilnefnir Sigurjón Benediktsson í stjórn ráðsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð.1. kosning forseta bæjarstjórnar.2. kosning fyrsta varaforseta bæjarstjórnar.3. kosning annars varaforseta bæjarstjórnar.4. skipan fulltrúa í bæjarráð til 1. árs.1. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði forseti bæjarstjórnar.2. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Trausti Aðalsteinsson verði fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.3. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Olga Gísladóttir verði annar varaforseti bæjarstjórnar.4. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir bæjarfulltrúar skipi bæjarráð til júní 2013:a) Jón Helgi Björnsson aðalmaður og formaður og til vara verði Olga Gísladóttir.b) Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður og til vara verði Soffía Helgadóttir.c) Þráinn Gunnarsson aðalmaður og til vara verði Jón Grímsson.d) Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Valdimarsdóttir.Fyrirliggjandi tilnefningar samþykktar samhljóða.

Bæjarstjórn Norðurþings - 17. fundur - 18.09.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð. Hilmar Dúi Björgvinsson hefur óskað lausnar frá störfum sem varabæjarfulltrúi. Í stað Hilmars Dúa sem varamaður í bæjarstjórn kemur Arnþrúður Dagsdóttir. Trausti Aðalsteinsson, leggur fram eftirfarandi tillögu um skipan í nefndir og ráð: Í stað Hilmars Dúa sem aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd kemur Arnþrúður Dagsdóttir.Í staðinn fyrir Hilmar Dúa sem varamaður í fræðslu- og menningarnefnd kemur Helga Árnadóttir, Garði Kelduhverfi. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn þakkar Hilmari Dúa Björgvinssyni fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Norðurþings - 24. fundur - 23.04.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að gera breytingar á skipan fulltrúa í nefndir og ráð. Lagt er til að í stað Hilmars Dúa Björgvinssonar sem varamanns í félags- og barnaverndarnefndar kemur Sólveig Mikaelsdóttir. Tillagan samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Norðurþings - 25. fundur - 13.05.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að gera breytingu á skipan fulltrúa í nefndir og ráð. Samþykkt er að í stað Katýjar Bjarnadóttur sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd komi Hilda Rós Pálsdóttir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 26. fundur - 20.06.2013

Fyrir bæjastjórn liggur að gera breytingar á nefndaskipan. Sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Kolbrún Ada Gunnarsdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem aðalmaður í skipulags- og byggingarnefnd kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í framkvæmda- og hafnanefnd kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í fræðslu- og menningarnefndar kemur Trausti Aðalsteinsson í stað Helgu Árnadóttir.Sem varamaður í bæjarstjórn kemur Sigríður Hauksdóttir í stað Arnþrúðar Dagsdóttir.Sem varamaður í skipulags- og byggingarnefndar kemur Hjálmar Bogi Hafliðason í stað Katýar Bjarnadóttir. Fyrir bæjarstjórn liggur einnig kosning:1. forseta bæjarstjórnar2. fyrsta varaforseta bæjarstjórnar3. annars varaforseta bæjarstjórnar4. skipan fulltrúa í bæjarráð til 1. árs. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði forseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Trausti Aðalsteinsson verði fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Olga Gísladóttir verði annar varaforseti bæjarstjórnar.Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir bæjarfulltrúar skipi bæjarráð til júní 2014. Jón Helgi Björnsson aðalmaður og formaður og til vara verði Olga Gísladóttir.Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður og til vara verði Soffía Helgadóttir.Þráinn Gunnarsson aðalmaður og til vara verði Jón Grímsson.Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Hauksdóttir.Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Valdimarsdóttir. Fyrirliggjandi tilnefningar samþykkar samhljóða.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð. Tillaga er gerð um að í stað Kristjönu Maríu Kristjánsdóttir sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Þorgrímur Sigmundsson. Sem varamaður í stað Benedikts Kristjánssonar í félags- og barnaverndarnefnd kemur Kristjana Lilja Einarsdóttir. Tillagan samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í félags- og barnaverndarnefnd. Tillagan felur í sér að í stað Rannveigar Þórðardóttir sem er varamaður í nefndinni komi Berglind Pétursdóttir. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, samþykkir fyrirliggjandi tillögu.