Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

24. fundur 23. apríl 2013 kl. 16:15 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Lýsing á deiliskipulagi áningar- og þjónustusvæðis við Dettifoss

Málsnúmer 201303063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjónustusvæði og áningarstað vestan Dettifoss.
Skipulagslýsingin er unnin af Landmótun og dags. febrúar 2013.
Deiliskipulagssvæðið er að mestu innan Skútustaðahrepps, en vatnsból, vatnsgeymir og dælubúnaður eru þó innan Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði samþykkt til kynningar af hálfu Norðurþings. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

2.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Dettifoss - Norðuausturvegur (862)

Málsnúmer 201304020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar Dettifossvegar (862) innan Norðurþings. Meðfylgjandi erindi eru greinargerð vegna framkvæmdarinnar og uppdrættir.
Í greinargerð er einnig vísað til álita Skipulagsstofnunar frá 2006, 2008 og 2010 vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulag Dettifossvegar í Norðurþingi er nú til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur fyrirhugaða framkvæmdí samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þá tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar sem nú er í lokafrágangi. Skipulags- og byggingarnefnd telur einnig að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar frágangi deililskipulags er að fullu lokið. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða með því skilyrði að við frágang vegsvæða verði fylgt ábendingum Umhverfisstofnunar um frágang skeringa, girðinga og uppgræðslu sem fram koma í bréfi stofnunarinnar dags. 7. febrúar 2013.

3.Deiliskipulag fyrir fiskeldið Rifósi

Málsnúmer 201211017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðis Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Tillagan er unnin af Landslagi ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið til móts við þau sjónarmið sem fram komu við skipulagslýsingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 72. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu skiplag og frágangur kjörskrár fyrir komandi Alþingiskosningar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins að semja kjörskrá. Jafnframt verði þeim veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Til máls tók: Bergur Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir að gera breytingar á skipan fulltrúa í nefndir og ráð. Lagt er til að í stað Hilmars Dúa Björgvinssonar sem varamanns í félags- og barnaverndarnefndar kemur Sólveig Mikaelsdóttir. Tillagan samþykkt samhljóða.

6.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fyrir tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins til að fara með umboð þess á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf., vegna starfsársins 2012. Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl n.k. í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík að Ketilsbraut 7 - 9 og hefst hann kl. 14:00. Til máls tók: Gunnlaugur. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela Jóni Helga Björnssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf., vegna starfsársins 2012 og Bergi Elíasi Ágústssyni til vara.

7.Bæjarráð Norðurþings - 71

Málsnúmer 1304002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 71. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

8.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 35

Málsnúmer 1304001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 35. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 25

Málsnúmer 1304004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 25. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 8. lið fundargerðarinnar: Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 20

Málsnúmer 1304006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 20. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 103

Málsnúmer 1304003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 103. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Jón Grímsson og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28

Málsnúmer 1304007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 28. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Bæjarráð Norðurþings - 72

Málsnúmer 1304005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 72. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 10. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Soffía, Jón Grímsson, Þráinn og Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:30.