Deiliskipulag fyrir fiskeldið Rifósi
Málsnúmer 201211017
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012
X2 hönnun óskar eftir því að tillaga að skipulagslýsingu fyrir fiskeldisstöð að Lóni í Kelduhverfi verði samþykkt hjá bæjarstjórn Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: X2 hönnun óskar eftir því að tillaga að skipulagslýsingu fyrir fiskeldisstöð að Lóni í Kelduhverfi verði samþykkt hjá bæjarstjórn Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 100. fundur - 16.01.2013
Nú er athugasemdafresti lokið við skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir fiskeldi í Lóni. 1. Skipulagsstofnun bendir á að deiliskipulagið fellur einnig undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og því þarf að vinna umhverfisskýrslu þar sem gerð er grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í því samhengi er bent á að fyrir liggur ákvörðun um matsskyldu og starfsleyfi fyrir starfsemina og má hafa þær upplýsingar til hliðsjónar við gerð umhverfisskýrslu. Loks minnir stofnunin á að senda þarf Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun umhverfisskýrsluna til athugunar á auglýsingatíma hennar. 2. Umhverfisstofnun telur að fjalla eigi um fráveitur frá landkvíum í deiliskipulagi. Stofnunin telur einnig að gera verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á náttúruverndargildi svæðisins enda er meginhluti skipulagssvæðis innan svæðis nr. 532 á náttúruminjaskrá. 3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra bendir á ákvæði reglugerðar nr. 533/2001 um breytingu á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Þar kemur fram að umhverfis hvert vatnsból skal ákvarða verndarsvæði sem skiptist í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði. 4. Guðmundur H. Eiríksson telur afmörkun deiliskipulagssvæðis of umfangsmikla og að hafa þurfi samráð við landeigendur um afmörkun skipulagssvæðis. 5. Rúnar Gústafsson, f.h. 50% eigenda Auðbjargarstaða, telur skipulagssvæðið of rúmt og tekur það ekki í mál að það nái inn fyrir landamerki Auðbjargarstaða í það minnsta. 6. Einar Ófeigur Björnsson telur skipulagssvæðið óþarflega stórt. Ekki stendur til að nýta nema lítinn hluta svæðisins undir mannvirki og því óþarft að skipuleggja það í þeim tilgangi. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að skipulagsaðili verði að fylgja þeim leiðbeiningum sem í athugasemdunum felast.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 103. fundur - 17.04.2013
Óskað er eftir umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðis Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið til móts við þau sjónarmið sem fram komu við skipulagslýsingu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Bæjarstjórn Norðurþings - 24. fundur - 23.04.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir umfjöllun um tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæðis Rifóss að Lóni í Kelduhverfi. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð og skipulagsuppdrætti. Tillagan er unnin af Landslagi ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið til móts við þau sjónarmið sem fram komu við skipulagslýsingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið til móts við þau sjónarmið sem fram komu við skipulagslýsingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106. fundur - 25.06.2013
Athugasemdafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi fiskeldis Rifóss er nú lokið. Engar athugasemdir hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og gildistaka auglýst.