Bæjarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05
Málsnúmer 201210072Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 22. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Nefndin fjallaði um gildandi reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í sjúkraþjálfun aldraðra sem samþykktar voru af bæjarstjórn Húsavíkurbæjar 21. mars 2006.Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstórn að þessar reglur verði felldar úr gildi fyrir árið 2013 og verði endurskoðaðar fyrir árið 2014. Þess í stað leggi sveitarfélagið fjárhæð, samkvæmt tillögum nefndarinnar um fjárhagsáætlun, í alhliða hreyfingu eldri borgara í sveitarfélaginu. Útgjaldaramminn í málaflokki 03 verði þá 300.000.- krónur í stað 1.536.000.- krónur. Tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Tausta, Friðriks, Soffíu og Þráins.Hjálmar Bogi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka
Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Per Langsöe Christensen, Vigfús Sigurðsson og Björn Jóhannsson kynntu tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis fyrir deiliskipulag á hluta iðnaðarsvæðis á Bakka.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
3.Deiliskipulag fyrir fiskeldið Rifósi
Málsnúmer 201211017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: X2 hönnun óskar eftir því að tillaga að skipulagslýsingu fyrir fiskeldisstöð að Lóni í Kelduhverfi verði samþykkt hjá bæjarstjórn Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.
4.Tillaga að breyttu deiliskipulagi hesthúsahverfis í Saltvík
Málsnúmer 201206044Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Á fundi sínum þann 25. júní s.l. fól bæjarstjórn Norðurþings skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis við Saltvík.
Tilgreindur nágranni á svæðinu samþykkti breytingu deiliskipulagsins með áritun sinni á skipulagsuppdrátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt og gildistaka breytingarinnar verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Tilgreindur nágranni á svæðinu samþykkti breytingu deiliskipulagsins með áritun sinni á skipulagsuppdrátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt og gildistaka breytingarinnar verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
5.Hermann Sigurðsson f.h. landeigenda sækir um leyfi fyrir afmörkun jarðarinnar Brúna innan jarðarinnar Sigurðarstaða
Málsnúmer 201211030Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Norðurþings fyrir afmörkun jarðarinnar Brúna innan jarðarinnar Sigurðarstaða á Melrakkasléttu.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun 6,645 ha lands umhverfis Brúnir.
Jörðin Brúnir hefur ekki áður verið afmörkuð með skýrum hætti, en samkomulag mun vera milli eigenda jarðanna um afmörkunina.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að afmörkun lands Brúna verði samþykkt. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun 6,645 ha lands umhverfis Brúnir.
Jörðin Brúnir hefur ekki áður verið afmörkuð með skýrum hætti, en samkomulag mun vera milli eigenda jarðanna um afmörkunina.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að afmörkun lands Brúna verði samþykkt. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013
Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013. Fjárhagsáæluninni fyrir árið 2013 var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málfalokka A hluta verði um 1.689.890.- milljónir króna með jákvæða niðurstöðu upp á um 75 milljónir króna.
Heildartekjur A hluta verði um 2.212.840.- milljónir króna. Til máls tók: Bergur. Bæjarstjórn hefur tekið fjárhagsáætlun ársins 2013 til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
Heildartekjur A hluta verði um 2.212.840.- milljónir króna. Til máls tók: Bergur. Bæjarstjórn hefur tekið fjárhagsáætlun ársins 2013 til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
7.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016
Málsnúmer 201211057Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings ( 2014 - 2016 ). 3já ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. Gert er ráð fyrir stighækkandi tekjum í samræmi við uppbyggingu á Bakka í tengslum við orkufrekan iðnað og að rekstrarniðurstaðan batni milli ára en þó mest á árinu 2015. Bæjarstjórn hefur tekið 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 - 2016 ) til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
8.10 ára áætlun Norðurþings
Málsnúmer 201211058Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um 10 ára fjárhagsáætlun Norðurþings sem var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. 10 ára áætlunin er unnin í samræmi við lög og reglugerðir um fjármál sveitarfélaga.
Áætlunarvinnan er byggð á fjárhagsáætlun ársins 2013 og svo á grunni 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Helstu markmið í þessari áætlun er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmiði eins og lög kveða á um. Til máls tók: Bergur Bæjarstjórn hefur tekið 10 ára fjárhagsáætlun til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
Áætlunarvinnan er byggð á fjárhagsáætlun ársins 2013 og svo á grunni 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Helstu markmið í þessari áætlun er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmiði eins og lög kveða á um. Til máls tók: Bergur Bæjarstjórn hefur tekið 10 ára fjárhagsáætlun til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.
9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 19
Málsnúmer 1209004Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 19. fundar fræðslu- og menningarnefnar til staðfestingar. Fundargerðin sat eftir við staðfestingu bæjarstjórnar á fyrri stigum og er því tekin fyrir núna. Til máls tók undir lið 1: Soffía Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
10.Bæjarráð Norðurþings - 59
Málsnúmer 1210010Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 59. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 16: Friðrik og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án urmæðu.
11.Bæjarráð Norðurþings - 60
Málsnúmer 1211002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 60. fundar bæjarráðst til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 8: Jón Helgi og Trausti.Til máls tóku undir lið 7: Olga Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án urmæðu.
12.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 22
Málsnúmer 1211006Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 22. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið15: Trausti, Soffía, Friðrik, Gunnlaugur, Bergur og Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
13.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23
Málsnúmer 1211004Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 23. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 3: Hjálmar Bogi, Trausti og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
14.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98
Málsnúmer 1211003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 98. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 5: Jón Grímsson og Bergur.Til máls tóku undir lið 4: Jón Grímsson, Bergur, Trausti, Soffia, Friðrik og Þráinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.
15.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 17
Málsnúmer 1211007Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 17. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.
16.Bæjarráð Norðurþings - 61
Málsnúmer 1211008Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 17. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.
Fundi slitið - kl. 19:00.