Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Dettifoss - Norðuausturvegur (862)
Málsnúmer 201304020
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 103. fundur - 17.04.2013
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar Dettifossvegar (862) innan Norðurþings. Meðfylgjandi erindi eru greinargerð vegna framkvæmdarinnar og uppdrættir. Í greinargerð er einnig vísað til álita Skipulagsstofnunar frá 2006, 2008 og 2010 vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulag Dettifossvegar í Norðurþingi er nú til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þá tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar sem nú er í lokafrágangi. Skipulags- og byggingarnefnd telur einnig að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar frágangi deililskipulags er að fullu lokið.
Bæjarstjórn Norðurþings - 24. fundur - 23.04.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar Dettifossvegar (862) innan Norðurþings. Meðfylgjandi erindi eru greinargerð vegna framkvæmdarinnar og uppdrættir.
Í greinargerð er einnig vísað til álita Skipulagsstofnunar frá 2006, 2008 og 2010 vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulag Dettifossvegar í Norðurþingi er nú til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur fyrirhugaða framkvæmdí samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þá tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar sem nú er í lokafrágangi. Skipulags- og byggingarnefnd telur einnig að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar frágangi deililskipulags er að fullu lokið. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða með því skilyrði að við frágang vegsvæða verði fylgt ábendingum Umhverfisstofnunar um frágang skeringa, girðinga og uppgræðslu sem fram koma í bréfi stofnunarinnar dags. 7. febrúar 2013.
Í greinargerð er einnig vísað til álita Skipulagsstofnunar frá 2006, 2008 og 2010 vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulag Dettifossvegar í Norðurþingi er nú til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur fyrirhugaða framkvæmdí samræmi við Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030, Stjórnunar og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þá tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar sem nú er í lokafrágangi. Skipulags- og byggingarnefnd telur einnig að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar frágangi deililskipulags er að fullu lokið. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða með því skilyrði að við frágang vegsvæða verði fylgt ábendingum Umhverfisstofnunar um frágang skeringa, girðinga og uppgræðslu sem fram koma í bréfi stofnunarinnar dags. 7. febrúar 2013.