Lýsing á deiliskipulagi áningar- og þjónustusvæðis við Dettifoss
Málsnúmer 201303063
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 103. fundur - 17.04.2013
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjónustusvæði og áningarstað vestan Dettifoss. Skipulagslýsingin er unnin af Landmótun og dags. febrúar 2013. Deiliskipulagssvæðið er að mestu innan Skútustaðahrepps, en vatnsból, vatnsgeymir og dælubúnaður eru þó innan Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði samþykkt til kynningar af hálfu Norðurþings.
Bæjarstjórn Norðurþings - 24. fundur - 23.04.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 103. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjónustusvæði og áningarstað vestan Dettifoss.
Skipulagslýsingin er unnin af Landmótun og dags. febrúar 2013.
Deiliskipulagssvæðið er að mestu innan Skútustaðahrepps, en vatnsból, vatnsgeymir og dælubúnaður eru þó innan Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði samþykkt til kynningar af hálfu Norðurþings. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Skipulagslýsingin er unnin af Landmótun og dags. febrúar 2013.
Deiliskipulagssvæðið er að mestu innan Skútustaðahrepps, en vatnsból, vatnsgeymir og dælubúnaður eru þó innan Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði samþykkt til kynningar af hálfu Norðurþings. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.