Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Axel Yngvason óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna eldunaraðstöðu í Lundi
Málsnúmer 201203062Vakta málsnúmer
2.142. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra
Málsnúmer 201203051Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 142. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Mál varðandi stóriðju á Bakka
Málsnúmer 201012092Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur að skipa, fyrir hönd Norðurþings, í starfshóp um verkefnin sem snúa að uppbyggingu á Bakka. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum frá iðnaðarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu ásamt fulltrúum Norðurþings. Á seinni stigum verði fulltrúum velferðarráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins boðin þátttaka í starfshópnum.
Bæjarráð telur mikilvægt að farið verði í rannsóknir vegna vegtengingar milli hafnarsvæðisins á Húsavík og athafnarsvæðisins á Bakka, samkvæmt upplýsingum frá Vegargerðinni er gert ráð fyrir að kostnaður vegna þess sé á bilinu 11 til 13 m.kr. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið að lána Vegagerðinni þessa fjármuni til að ljúka nauðsynlegum undirbúningi vegna framkvæmdarinnar.
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila fyrir hönd Norðurþings í starfshópinn:
Bergur Elías Ágústsson - bæjarstjóri Norðurþings.
Jón Helgi Björnsson - formaður bæjarráðs Norðurþings.
Gunnlaugur Stefánsson - forseti bæjarstjórnar Norðurþings.
Bæjarráð telur mikilvægt að farið verði í rannsóknir vegna vegtengingar milli hafnarsvæðisins á Húsavík og athafnarsvæðisins á Bakka, samkvæmt upplýsingum frá Vegargerðinni er gert ráð fyrir að kostnaður vegna þess sé á bilinu 11 til 13 m.kr. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið að lána Vegagerðinni þessa fjármuni til að ljúka nauðsynlegum undirbúningi vegna framkvæmdarinnar.
Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila fyrir hönd Norðurþings í starfshópinn:
Bergur Elías Ágústsson - bæjarstjóri Norðurþings.
Jón Helgi Björnsson - formaður bæjarráðs Norðurþings.
Gunnlaugur Stefánsson - forseti bæjarstjórnar Norðurþings.
4.Sparkvöllur á Raufarhöfn
Málsnúmer 201203009Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 12. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar vegna uppbyggingu gervigrasvallar á Raufarhöfn.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra með ósk um formlegar viðræður við sveitarfélagið Norðurþing um uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn á árinu 2012. UMF Austri lýsir yfir áhuga á því að koma að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar frumkvæði UMF Austra, tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að útbúa minnisblað með grófri kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við UMF Austra vegna málsins".
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við UMF Austra um mögulegan framgang málsins.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir fundinum liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra með ósk um formlegar viðræður við sveitarfélagið Norðurþing um uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn á árinu 2012. UMF Austri lýsir yfir áhuga á því að koma að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar frumkvæði UMF Austra, tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að útbúa minnisblað með grófri kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við UMF Austra vegna málsins".
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við UMF Austra um mögulegan framgang málsins.
5.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014
Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur að skipa fulltrúa Norðurþings í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga. Bæjarráð tilnefnir Huld Aðalbjarnardóttir, fræðslu og menningarfulltrúa, í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga fyrir hönd sveitarfélagsins.
6.Sjávarútvegsráðuneyti, úthlutun byggðakvóta
Málsnúmer 201009108Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur úrskurður innanríkisráðuneytisins í stjórnsýslumáli IRR 12020271 vegna málsmeðferðar á úthlutun byggðakvóta. Úrskurður ráðuneytisins er að málinu er vísað frá.
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að úrskurðurinn verði lagður fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar.
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til sveitarfélagsins að úrskurðurinn verði lagður fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar.
7.Ingveldur Árnadóttir f.h. nema á 3ja ári í iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri, sækir um styrk
Málsnúmer 201203066Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ingveldi Árnadóttir f.h. nema á 3ja ári í iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri þar sem kynntur er bæklingur um líkamsbeitingu við ýmiss störf.
Bæjarstjóra falin framgangur málsins.
8.Flotbryggjur á Húsavík - viðbót
Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem var tekið fyrir á 16. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem tilboð frá Króla ehf. vegna lengingar á flotbryggju á Húsvík var tekið fyrir. Tilboð Króla ehf. hljóðar upp á 6.875.000 án VSK. Bryggjan er 3m breið og 25m löng. Í tilboðinu er uppsetning og festingar, flutningur og frágangur. Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu til bæjarráðs vegna þessa. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Axel Yngvasyni þar sem fram kemur ósk um samstarf vegna eldunaraðstöðu í Lundi fyrir ferðaþjónusturekstur.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en sú framkvæmd sem hér um ræðir er ekki inn á fjárhagsáætlun ársins 2012 og getur því ekki orðið við erindinu.