Flotbryggjur á Húsavík - viðbót
Málsnúmer 201203064
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 41. fundur - 15.03.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem var tekið fyrir á 16. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem tilboð frá Króla ehf. vegna lengingar á flotbryggju á Húsvík var tekið fyrir. Tilboð Króla ehf. hljóðar upp á 6.875.000 án VSK. Bryggjan er 3m breið og 25m löng. Í tilboðinu er uppsetning og festingar, flutningur og frágangur. Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu til bæjarráðs vegna þessa. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013
Farið yfir tilboð Króla ehf. frá 5. mars sl. í viðbót við flotbryggju. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til þess að kaupa 25 metra langa flotbryggju.
Bæjarráð Norðurþings - 71. fundur - 04.04.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 27. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:"Farið yfir tilboð Króla ehf. frá 5. mars sl. í viðbót við flotbryggju.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til þess að kaupa 25 metra langa flotbryggju."Bæjarráð samþykkir að veita hafnasjóði lán til að fjármagna kaupin á flotbryggjunni.
Fyrir nefndinni liggur tilboð frá Króla ehf. vegna lengingar á flotbryggju á Húsvík. Tilboð Króla ehf. hljóðar upp á 6.875.000 án VSK. Bryggjan er 3m breið og 25m löng. Í tilboðinu er uppsetning og festingar, flutningur og frágangur.
Framkvæmda- og hafnanefnd sækir um aukafjárveitingu til bæjarráðs vegna þessa.