Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012 og 2013
Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 10. stjórnarfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem fram fór 22. mars s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem fram fór 13. mars s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Hollvinir Húna II sækja um styrk vegna 50 ára afmælis Húna II
Málsnúmer 201304016Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Hjörleifi Einarssyni, f.h. Hollvina Húna II vegna 50 ára afmælis eikarbátsins Húna II.
Fram kemur í erindinu að báturinn hafi verið smíðaður í skipasmíðastöð KEA á árunum 1962 - 1963. Ætlunin er að halda veglega upp á afmælið með ýmsum hætti m.a. með hringferð austur um land með viðkomu í helstu höfnum landsins, sérstaklega þeim sem koma við sögu bátsins.
Húni II er stærsta eikarskip smíðað á Íslandi, sem enn er á floti. Báturinn ber því gott vitni um fagleg og vönduð vinnubrögð sem viðhöfð voru á sínum tíma en einnig um íslenska verkþekkingu sem nú er að hverfa en nauðsynlegt er að varðveita. Skipasmíðar, ekki síst trébáta, var iðnaður þar sem Íslendingar stóðu framalega sérstaklega í ljósi einstakra aðstæðna við Ísland bæði hvað varðar veður og aðstæður við lendignu.
Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig i tengslum við strandmenningu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar.
Hollvinir Húna II óska því eftir stuðningi frá Norðurþingi til að halda upp á afmæli bátsins með því að styrkja siglingu bátsins umhverfis Ísland í maí n.k. með því að fella niður hafna- og aðstöðugjöld við komu bátsins til Húsavíkur og/eða með framlagi sem Norðurþing óskar að leggja fram.
Húni II mun leggjast að bryggju á Húsavík laugardaginn 11. maí n.k., í ferð sinni umhverfis landið. Frá Húsavík mun Knörrinn, sem einnig var smíðaður hjá KEA 1963, sigla með Húna II austur um land.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar til afgreiðslu.
4.Nýbúar í Norðurþingi
Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 19. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi:"Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að sækja um framlag til málaflokksins nýir íbúar."Bæjarráð tekur vel í verkefnið og felur nefndinni að undirbúa það áfram og mun tryggja fjármagn til þess þegar endanleg ákvörðun um uppbyggingu á Bakka liggur fyrir.
5.Óli Jón Gunnarsson sækir um styrk vegna kynningar á kvikmynd sinni í Cannes
Málsnúmer 201304010Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Óla Jóni Gunnarssyni þar sem hann óskar er eftir styrkveitingu vegna kynningar á kvikmynd sinni sem tekin var upp á bænum Fjöllum 1 í Kelduhverfi og á Kópaskeri. Kynningin fer fram í Cannes í Frakklandi.
Bæjarráð óskar bréfritara til hamingju með árangurinn og samþykkir að styrkja verkefnið um 75.000.- krónur.
6.Sorpsamlag Þingeyinga 2013
Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur innköllun á hlutafé í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., samkvæmt samþykkt hluthafafundar frá 19. nóvember 2012. Fyrir liggur samþykki hluthafa um hlutafjáraukningu um allt að 50 milljónir króna á árinu 2013. Stjórn félagsins ákvað á stjórnarfundi þann 20. febrúar að innkalla 10 milljónir sem koma til greiðslu í apríl 2013. Frekari innköllun hlutafjár fer eftir fjárþörf félagsins. Lagt fram til kynningar.
7.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Snædísi Gunnlaugsdóttur, Húsavík
Málsnúmer 201304002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Snædísi Gunnlaugsdóttir, f.h. Gestahús cottages.is ehf. um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga á Kaldbakskoti, Kaldbak, 640 Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi geri slíkt hið sama.
8.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Svövu Árnadóttur, Raufarhöfn
Málsnúmer 201304001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Svövu Árnadóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga á Kaffi Ljósfangi, Aðalbraut 26, 675 Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
9.Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu
Málsnúmer 201304011Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni vegna bókaútgáfu um sögusafn athafna og mannlífs í sveitarfélaginu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar í menningarnefnd.
10.Flotbryggjur á Húsavík - viðbót
Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 27. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:"Farið yfir tilboð Króla ehf. frá 5. mars sl. í viðbót við flotbryggju.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til þess að kaupa 25 metra langa flotbryggju."Bæjarráð samþykkir að veita hafnasjóði lán til að fjármagna kaupin á flotbryggjunni.
Fundi slitið - kl. 18:00.