Hollvinir Húna II sækja um styrk vegna 50 ára afmælis Húna II
Málsnúmer 201304016
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28. fundur - 17.04.2013
Hollvinir Húna II óska eftir stuðningi frá Norðurþingi til að halda upp á afmæli bátsins með því að styrkja siglingu bátsins umhverfis Ísland í maí nk. með því að fella niður hafna- og aðstöðugjöld við komu bátsins til Húsavíkur og/eða með framlagi sem Norðurþing óskar að leggja fram. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Hjörleifi Einarssyni, f.h. Hollvina Húna II vegna 50 ára afmælis eikarbátsins Húna II.
Fram kemur í erindinu að báturinn hafi verið smíðaður í skipasmíðastöð KEA á árunum 1962 - 1963. Ætlunin er að halda veglega upp á afmælið með ýmsum hætti m.a. með hringferð austur um land með viðkomu í helstu höfnum landsins, sérstaklega þeim sem koma við sögu bátsins.
Húni II er stærsta eikarskip smíðað á Íslandi, sem enn er á floti. Báturinn ber því gott vitni um fagleg og vönduð vinnubrögð sem viðhöfð voru á sínum tíma en einnig um íslenska verkþekkingu sem nú er að hverfa en nauðsynlegt er að varðveita. Skipasmíðar, ekki síst trébáta, var iðnaður þar sem Íslendingar stóðu framalega sérstaklega í ljósi einstakra aðstæðna við Ísland bæði hvað varðar veður og aðstæður við lendignu.
Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig i tengslum við strandmenningu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar.
Hollvinir Húna II óska því eftir stuðningi frá Norðurþingi til að halda upp á afmæli bátsins með því að styrkja siglingu bátsins umhverfis Ísland í maí n.k. með því að fella niður hafna- og aðstöðugjöld við komu bátsins til Húsavíkur og/eða með framlagi sem Norðurþing óskar að leggja fram.
Húni II mun leggjast að bryggju á Húsavík laugardaginn 11. maí n.k., í ferð sinni umhverfis landið. Frá Húsavík mun Knörrinn, sem einnig var smíðaður hjá KEA 1963, sigla með Húna II austur um land.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar til afgreiðslu.