Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

28. fundur 17. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sveinn Birgir Hreinsson
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.355. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201303061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Aðalsteinn Júlíusson, ósk um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á hafnarsvæði, Húsavík

Málsnúmer 201303064Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Júlíusson hefur keypt pylsuvagn sem Brynhildur Gísladóttir hfeur rekið við Húsavíkurhöfn undanfarin ár.Aðalsteinn óskar eftir stöðuleyfi fyrir vagninn í sumar á sama stað og hann var sl. ár.Ennfremur er þess óskað að möguleiki verði á að staðsetja vagninn á umræddum stað utan háannatíma ferðaþjónustu á svæðinu, eða valdar helgar í haust og vetur, án þess að nánari skilgreining geti legið fyrir á þessari stundu um hvaða helgar er að ræða. Um verður þá að að ræða helgar og nætursölu eftir atvikum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið en leggur áherslu á að staðsetning skuli ráðin í samstarfi við hafnarvörð.

3.Hollvinir Húna II sækja um styrk vegna 50 ára afmælis Húna II

Málsnúmer 201304016Vakta málsnúmer

Hollvinir Húna II óska eftir stuðningi frá Norðurþingi til að halda upp á afmæli bátsins með því að styrkja siglingu bátsins umhverfis Ísland í maí nk. með því að fella niður hafna- og aðstöðugjöld við komu bátsins til Húsavíkur og/eða með framlagi sem Norðurþing óskar að leggja fram. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.

4.Vinnuvélar Eyþórs, ósk um svæði í Haukamýri

Málsnúmer 201303001Vakta málsnúmer

Vinnuvélar Eyþórs ehf. sækja um svæði í norðurenda malargryfju í Haukamýri til moldarvinnslu. Hugmyndin er að flytja þá mold sem til fellur á það svæði, flokka hana og endurnýta. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að heimila notkun malargryfjunnar í tilraunaskyni en að umsækjandi geri ráðstafanir til að hindra fok úr moldarhaugum.

5.Viðlagatrygging Íslands, ósk um upplýsingar

Málsnúmer 201302027Vakta málsnúmer

Vátrygginarskírteini Viðlagatryggingar Íslands vegna hafna Norðurþings lögð fram til kynningar.

6.Deiliskipulag lands Norðurþings við Lund í Öxarfirði

Málsnúmer 201304044Vakta málsnúmer

Nú þegar Norðurþing hefur eignast landið í kringum mannvirkin í Lundi er orðið brýnt að deiliskipuleggja svæðið þannig að hægt sé að þróa það áfram. Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til að deiliskipuleggja svæðið enda er það vilji nefndarinnar að selja fasteignir á svæðinu.

7.Axel Yngvason sækir um stöðuleyfi við Lund fyrir gistieiningar sem flytja á frá Skúlagarði

Málsnúmer 201304056Vakta málsnúmer

Axel Yngvason sækir um leyfi til flutnings á gistieiningum frá Skúlagarði í Lund. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir leyfið fyrir sitt leiti gegn tryggingu að upphæð 500 þús. kr. fyrir því að einingarnar verði fjarlægðar fyrir lok ágúst 2013. Framkvæmda- og þjónustfulltrúa falið að ganga frá málinu í samræmi við fyrri bókun nefndarinnar.

8.Ósk um afnot af skólahúsi í Lundi vegna ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201304061Vakta málsnúmer

Axel Yngvason óskar eftir að fá afnot af eldhúsi Lundarskóla og snyrtingum vegna reksturs ferðaþjónustu í sumar og að mega tengja gistieiningar við rafmagn úr skólahúsinu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir málið fyrir sitt leiti að því gefnu að skólastjórnendur samþykki málið.

9.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

Málsnúmer 201304059Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:"Endurskoða hámarkshraða innan bæjarmarka (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn).Lagt er til að lækka umferðarhraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í völdum íbúðagötum. Í samstarfi við Vegagerðina þarf að huga að aksturstilhögun á þjóðvegi 85 í gegnum Húsavík og við Lund." Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

10.Endurskoðun umferðarmerkinga

Málsnúmer 201304060Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:" Endurskoða umferðarmerkingar, þær sem sveitarfélagið hefur umsjón með og ber ábyrgð á, s.s. gangbrautar- og biðskyldumerkingar. Gera endurbætur þar sem þess gerist þörf." Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

Fundi slitið - kl. 18:00.