Axel Yngvason sækir um stöðuleyfi við Lund fyrir gistieiningar sem flytja á frá Skúlagarði
Málsnúmer 201304056
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 103. fundur - 17.04.2013
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gistieiningar við Lund. Meðfylgjandi umsókn eru ljósmyndir af gistieiningunum og tillaga að afstöðu þeirra til annara húsa. Stærð gistieininganna er 75 m². Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leyti á stöðuleyfi fyrir gistieiningunum til loka ágúst 2013, með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 28. fundur - 17.04.2013
Axel Yngvason sækir um leyfi til flutnings á gistieiningum frá Skúlagarði í Lund. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir leyfið fyrir sitt leiti gegn tryggingu að upphæð 500 þús. kr. fyrir því að einingarnar verði fjarlægðar fyrir lok ágúst 2013. Framkvæmda- og þjónustfulltrúa falið að ganga frá málinu í samræmi við fyrri bókun nefndarinnar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu erindi frá Axel Yngvasyni vegna ákvæða í leigusamningi sem tengist ferðaþjónustunni í Lundi. Óskað er eftir því að ákvæði 10. greinar samningsins, sem felur í sér tryggingargreiðslu vegna stöðuleyfisveitingar, verði felld út úr samningnum enda hafi slíkar tryggingar ekki áður verið lagðar á vegna stöðuleyfisveitinga í sveitarfélaginu. Vísar bréfritari til 11. og 12. gr. laga nr. 37/1993. Jafnframt er óskað eftir rökstuðningi verði nefndin ekki við ósk bréfritara. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar beiðninni og á þeirri forsendu að umrætt stöðuleyfi er veitt á skilgreindri skólalóð og því mikilvægt að tilgreint leyfi standi aðeins til þess tíma sem leyfið segir til um, ennfremur er umrætt svæði í deiliskipulagsferli.