Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

29. fundur 08. maí 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Sveinn Birgir Hreinsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Cruise Iceland

Málsnúmer 201303007Vakta málsnúmer




Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur aðalfundarboð Cruise Iceland en aðalfundurinn fer fram 8. maí 2013, í fundarsal 3. hæðar Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00.

Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

Málsnúmer 201304059Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Hjálmari Boga Hafliðasyni og Jóni Grímssyni sem tekið var fyrir á 28. fundi nefndarinnar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar frá 28. fundi:

Hjálmar Bogi og Jón Grímsson leggja fram eftirfarandi tillögu:

"Endurskoða hámarkshraða innan bæjarmarka (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn).
Lagt er til að lækka umferðarhraða úr 50 km/klst. í 30 km/klst. í völdum íbúðagötum.
Í samstarfi við Vegagerðina þarf að huga að aksturstilhögun á þjóðvegi 85 í gegnum Húsavík og við Lund."
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillöguna og felur Áka Haukssyni og Hjálmari Boga að vinna tillögur í samráði við lögregluna og leggja fyrir nefndina.

Nú liggja fyrir drög að tillögum frá Hjálmari og Áka sem eru til umræðu og kynningar.
Eftirfarandi eru tillögur undirritaðra varðandi lækkun umferðarhraða og skipulag umferðarmerkinga á Húsavík. Tillaga I. - umferðahraði.
Nokkur atriði· Umferðaröryggi eykst til muna· Stuðlar að bættri umferðarmenningu.· Haft var samráð við lögregluna á Húsavík við mótun tilögunnar.· Verði tillagan samþykkt mun hún auðvelda störf lögreglunnar. Tillaga að lækkuðum umferðarhraða í eftirfarandi götum, (sjá mynd.)
BrekkurnarHöfðavegur ? neðri hlutiHöfðabrekkaBaldursbrekkaSólbrekkaLyngbrekkaSkálabrekkaAuðbrekka ? efri hluti VellirnirBrávellirIðavellirSólvellirReykjaheiðarvegur HólinnHeiðargerðiUppsalavegur ? mið hlutiÁlfhóllStórhóll GerðinBrúnagerðiBreiðagerðiSteingerðiUrðagerðiLitlagerðiHágerðiHeiðargerði HoltinStekkjarholtStakkholtLyngholtLaugarholtÁrholt AnnaðTúngataÁrgataÁsgarðsvegur ? nú þegarGrundargarður ? nú þegarSkólagarður ? nú þega
Kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á skiltum liggur ekki fyrir. Tillaga II. - umferðarmerkingar. Eftirfarandi er tillaga undirritaðra varðandi lækkun umferðarhraða á Húsavík. Nokkur atriði· Umferðaröryggi eykst til muna· Stuðlar að bættri umferðarmenningu.· Haft var samráð við lögregluna á Húsavík við mótun tilögunnar.· Verði tillagan samþykkt mun hún auðvelda störf lögreglunnar. Tillagan1. Bæta þarf að gangbrautarmerkingu; merking í götu og umferðarmerki beggja vegna gagnbrautar um gangandi umferð.2. Bæta þarf að yfirborðmerkingum á völdum gatnamótuna. Þverholt/Norðausturvegurb. Garðarsbraut/Stangarbakkic. Stórigarður/Garðarsbrautd. Laugarbrekka/Héðinsbraut3. Hugað þarf að lýsingu við gangbrautir. Sérstaklega við leiðir til og frá skóla. Tillaga að bættum merkingum (gangbrautir), sjá mynd. Sjá einnig fylgiskjal unnið af lögreglunni á Húsavík Til minnis vegna málsins· Athuga þarf sérstaklega merkingar og skilti varðandi umferð í miðbæ Húsavíkur enda áður komið til tals í nefndinni. · Gera bílastæði við Borgarhólsskóla að almenningsbílastæði með skýrum hætti og merkingum úr miðbænum.· Athuga þarf vegmálun á Hafnarstéttinni.· Kanna möguleika á kammtímabílastæði norðan við Húsavíkurkirkju.· Senda ferðaskrifstofum og ferðaþjónustuaðilum leiðbeiningar um langinu stórra bíla á Húsavík. Kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á skiltum/málningu liggur ekki fyrir. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að vinna áfram að því markmiði að hámarkshraði á Húsavík verði 30 km/klst. nema á þjóðvegi 85 sem liggur í gegnum Húsavík. Framkvæmda- og hafnefnd felur Hjálmar Boga, Áka og Tryggva að vinna áfram að endanlegri útfærslu og leggja fyrir fundinn að nýju. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurbæta merkingar við gangbrautir og gatnamót.

3.Axel Yngvason sækir um stöðuleyfi við Lund fyrir gistieiningar sem flytja á frá Skúlagarði

Málsnúmer 201304056Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu erindi frá Axel Yngvasyni vegna ákvæða í leigusamningi sem tengist ferðaþjónustunni í Lundi. Óskað er eftir því að ákvæði 10. greinar samningsins, sem felur í sér tryggingargreiðslu vegna stöðuleyfisveitingar, verði felld út úr samningnum enda hafi slíkar tryggingar ekki áður verið lagðar á vegna stöðuleyfisveitinga í sveitarfélaginu. Vísar bréfritari til 11. og 12. gr. laga nr. 37/1993. Jafnframt er óskað eftir rökstuðningi verði nefndin ekki við ósk bréfritara. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar beiðninni og á þeirri forsendu að umrætt stöðuleyfi er veitt á skilgreindri skólalóð og því mikilvægt að tilgreint leyfi standi aðeins til þess tíma sem leyfið segir til um, ennfremur er umrætt svæði í deiliskipulagsferli.

4.Einar Víðir Einarsson f.h. hönd húseigenda að Fákatröð 3, ósk um frágang við hesthús

Málsnúmer 201305006Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Einari Víði Einarssyni, f.h. húseigenda að Fákatröð 3. Bréfritari óskar eftir svari nefndarinnar vegna frágangs svæðisins við nýju hesthúsin. Eins og kunnugt er er gatnagerð ófrágengin. Eigendur hússins fyrirhuga að klára sem fyrst frágang í kringum húsið, ganga frá allri lóðinni þ.m.t. setja upp viðrunargerði til frambúðar, bílastæði og allar aðara aðkomu að húsinu og því er brýnt að fá skýr svör um hvenær sveitarfélagið hyggst klára gatnagerð og koma hita- og vatnslögnum í viðundandi horf.Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samvinnu við Orkuveitu Húsavíkur ohf. að fara yfir verkefnin og koma með tímaáætlun um framkvæmdirnar og leggja fyrir næsta fund.

5.Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum

Málsnúmer 201305007Vakta málsnúmer




Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur ráðstefnuboð um sjárvartengda ferðaþjónustu á norðurslóðum. Eins og fram kemur í ráðstefnuboðinu þá nýtur sjárvartengd ferðaþjónusta sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttáuruna, þögnina, skoða fugla og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja sjá spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum.
Hvernig samrýmist þetta menningararfinum, samfélagsþróun, mannlífi, sjálfbærni, fiskveiði- og umhverfisstefnu þjóða norðursins?
Hvernig geta þjóðir norðursins unnið saman á þessu sviði og eiga þessir ólíku þættir ferðaþjónustunnar einhvern samstarfslöt?

Lagt fram til kynningar.

6.Staða bænda í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201305008Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Hjálmari Boga Hafliðasyni - staða bænda í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur Tryggva, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, að ræða við Maríu Svanþrúði Jónsdóttir, ráðunaut og óska eftir yfirliti og greinargerð um stöðu bænda. Jafnframt er framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að bjóða Maríu á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu mála.

7.Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa

Málsnúmer 201305009Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu yfirferð og undirbúningur viðhalds íbúða í eigu sveitarfélagsins fyrir árið 2013.Umsjónarmaður fasteigna mætti á fund nefndarinnar og fór yfir viðhaldsmál fjölbýlishúsa sveitarfélagsins. Farið var yfir viðhaldsmál jafnt innan sem utan. Framkvæmda- og hafnanefnd veitir umsjónamanni fasteigna sveitarfélagsins heimild til að leita tilboða í almennt viðhald utanhúss á Grundargarði 5 -7 og 9 -11 á Húsavík. Fjármögnun og kostun framkvæmdanna verður í gegnum hússjóði fjölbýlishúsanna.

8.Málefni Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer





Fyrir framkvæmda- hafnanefnd liggur erindi frá Jóni Ásbergi Salómonssyni, f.h. Slökkviliðs Húsavíkur um ýmis málefni slökkviliðsins.
Fram kemur í erindinu m.a. endurmenntun slökkviliðsmanna, viðbragðsáætlun vegna sjóslysa, viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta og viðbragðsáætlun vegna flugslyss við Húsavíkurflugvöll en slökkviliðinu er ætluð verulega aðkoma vegna allra þessara áætlana.
Fram kemur í erindinu ýmis viðhaldsmál sem bíða úrlausnar sem og endurnýjun á öryggisbúnaði slökkviliðsins.
Jafnfram er óskað eftir heimild til kaupa á nýrri þvottavél til hreinsunar á menguðum búnaði liðsins.

í erindinu kemur einngi fram yfirlitsskýrsla um verkefni slökkviliðssins í tengslum við uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Bakka.

Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur Tryggva, framkvæmda- og hafnafulltrúa, í samvinnu við slökkviðlisstjóra, að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála sem og að fara yfir og greina hvernig bregðast megi við til að leysa úrlausnarefnin.

9.Viðhald tjaldsvæða

Málsnúmer 201305011Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi til afgreiðslu vegna viðhaldsmála við tjaldsvæðið á Húsavík. Fyrir liggur að rafmangskassar við tjaldsvæðið á Húsavík þarfnast endurbóta. Kostnaður við endurnýjun er um kr. 2,8 mkr. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að meta þörf fyrir endunýjun.

10.Garðarsbraut 69 íbúð 201- ósk um söluheimild

Málsnúmer 200903043Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu sölubeiðni íbúðarinnar að Garðarsbraut 69 - 201. Umsjónarmaður fasteigna fór yfir og kynnti ástand og söluyfirlit eignarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að söluheimild verði veitt.

11.Leigusamningur við Norður-Siglingu um dráttarbrautina á Húsavík

Málsnúmer 201110052Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Steinunni Sigvaldadóttir, f.h. Norðursiglingar vegna leigugjalds í leigusamningi um dráttarbrautina á Húsavík. Bréfritari óskar eftir því að leigugjaldið verði endurskoðað með tilliti til rekstrarhæfni dráttarbrautarinnar. Gert er ráð fyrir í rekstraráætlunum fyrirtækisins að viðhaldskostnaður vegna dráttarbrautarinnar verði á árínu 2013 um 2 mkr. Endanleg uppbygging og endurnýjun á dráttarbrautinni tekur lengri tíma og hefur fyrirtækið mikinn áhuga á að leggja fram fyrir nefndina á haustmánuðum hugmynd af framtíðarsýn Slippsins og viðskiptaáætlun til lengri tíma. Þar sem sú vinna er ekki nægilega langt komin og starfsemi dráttarbrautarinnar í lágmarki er óskað eftir því að leigugjaldið verði lækkað. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir að leiguverðið verði kr. 35 þúsund á mánuði fyrir árið 2013. Áki óskað bókað:Áki minnir á að nefndin samþykkti nýlega að leiguverð ætti að vera 100 þúsund á mánuði. Engar forsendur hafa breyst varðandi leiguverðið. Sigurgeir situr hjá við afgreiðsluna.

Fundi slitið - kl. 18:00.