Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa
Málsnúmer 201305009
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu yfirferð og undirbúningur viðhalds íbúða í eigu sveitarfélagsins fyrir árið 2013.Umsjónarmaður fasteigna mætti á fund nefndarinnar og fór yfir viðhaldsmál fjölbýlishúsa sveitarfélagsins. Farið var yfir viðhaldsmál jafnt innan sem utan. Framkvæmda- og hafnanefnd veitir umsjónamanni fasteigna sveitarfélagsins heimild til að leita tilboða í almennt viðhald utanhúss á Grundargarði 5 -7 og 9 -11 á Húsavík. Fjármögnun og kostun framkvæmdanna verður í gegnum hússjóði fjölbýlishúsanna.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tilboð í framkvæmdir vegna viðhalds á fjölbýlishúsinu Garðarsbraut 67 - 71. Ljóst er að leigutekjur sveitarfélagsins lækka sem nemur endurgreiðslu á framkvæmdaláni. Hússjóður er framkvæmdaaðili og ber ábyrgð á framkvæmdinni.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð í viðahald á fjölbýlishúsinu að Garðarsbraut 67 - 71 og heimilar Umsjónarmanni fasteigna að ganga frá samningum sveitarfélagsins vegna framkvæmda húsfélagsins.Einnig liggja fyrir kostnaðartölur vegna viðhalds á fjölbýlishúsunum í Grundargarði 5 -7 og 9 - 11.Kostnaðartölur kynntar.Framkvæmda- og hafnanefnd felur Umsjónarmanni fasteigna að vinna frekar að fyrirhuguðu viðhaldi við Grundargarð 5 - 7 og 9 - 11 ásamt því að funda með íbúunum og leggja kostnaðartölur fyrir nefndina þegar þær eru endanlegar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir að samþykkja viðhald, sem eigandi að íbúðum í Grundargarði 5 - 7 og 9 - 11 vegna viðgerða utanhúss. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir og veitir heimild hússjóða íbúðanna að Grundargarði 5 - 7 og 9 - 11 til að ráðast í fyrirliggjandi framkvæmdir samkvæmt verklýsingu.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi nefndarinnar. Þar kom fram að nefndin samþykkti og veitti heimild hússjóða íbúðanna að Grundargarði 5 -7 að ráðast í framkvæmdir utanhúss.Þegar húsnæðið var betur skoðað kom í ljós að skemmdir eru umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir og því var Almar Eggertsson, byggingarfræðingur hjá Faglausnum ehf. fenginn til að vinna matsskýrslu. Samkvæmt matsskýrslu er verkþáttum skipt upp og kostnaðarmetnir. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hússjóður áfangaskipti viðhaldi eignarinnar og farið verði í tvo áfanga af fjórum í upphafi.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014
Fyrir fundinum lá Matsskýrsla vegna kjallararýmis í Grundargarði 1-3 á Húsavík unnin af Faglausn -Almari Eggertssyni. Í skýrsluni er tillaga um forgangsröðun verkefna og kostnaðaráætlun. Einnig verðkönnun vegna viðhalds á Grundargarði 5-7, á Húsavík sem snýr að endurnýjun glugga og hurða, múrviðgerðir utanhúss og endurnýjun á handriði við inngang. Verðkönnunin er líka unnin af Faglausn Almari Eggertssyni/Knúti Emil Jónassyni. Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að hefja undirbúning að framkvæmdum á grundvelli tillagna Faglausna ehf. að Grundagarði 1 - 3. Framkvæmda- hafnanefnd samþykkir og heimilar hússjóði fyrir sitt leyti að hefja múrviðgerðir og endurnýjun á tréverki utanhúss að Grundargarði 5 - 7. Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að fylgja málinu eftir. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.