Fara í efni

Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum

Málsnúmer 201305007

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013




Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur ráðstefnuboð um sjárvartengda ferðaþjónustu á norðurslóðum. Eins og fram kemur í ráðstefnuboðinu þá nýtur sjárvartengd ferðaþjónusta sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttáuruna, þögnina, skoða fugla og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja sjá spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum.
Hvernig samrýmist þetta menningararfinum, samfélagsþróun, mannlífi, sjálfbærni, fiskveiði- og umhverfisstefnu þjóða norðursins?
Hvernig geta þjóðir norðursins unnið saman á þessu sviði og eiga þessir ólíku þættir ferðaþjónustunnar einhvern samstarfslöt?

Lagt fram til kynningar.