Staða bænda í sveitarfélaginu
Málsnúmer 201305008
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Hjálmari Boga Hafliðasyni - staða bænda í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur Tryggva, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, að ræða við Maríu Svanþrúði Jónsdóttir, ráðunaut og óska eftir yfirliti og greinargerð um stöðu bænda. Jafnframt er framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að bjóða Maríu á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir stöðu mála.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013
María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur kom á fund nefndarinnar og gerði henni grein fyrir stöðu bænda í sveitarfélaginu í ljósi þeirra áfalla sem dundu yfir landbúnaðinn í héraðið síðastliðinn vetur. María lagði fram minnisblað er varðar;- fóðurbirgðir- kal- girðingar- vegir og slóðar- fjárhagsstaða- afleiðingar september-hvellsins Ljóst er að bændur eru komnir niður fyrir öryggismörk er varðar fóðurbirgðir.Hið opinbera vanmetur fóðurþörf á svæðinu.Dæmi eru um 70% kaltjón á jörðum í sveitarfélaginu.Girðingar eru víða stórskemmdar.Í Þingeyjarsýslum er talið að vinna þarf upp um 2300-2500 ha af landi.Um 140 jarðar hafa beðið tjón eftir veturinn.Ljóst er að þessum hamförum má líkja við eldsumbrotin á Suðurlandi 2012. Framkvæmda- og þjónustunefnd þakkar Maríu fyrir greinargott yfirlit og minnisblað. Ljóst er að umfang tjónsins liggur enn ekki fyrir. Nefndin leggur til að framkvæmda- og þjónustufulltrúi setji sig í samband við fulltrúa annarra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Nefndin telur skynsamlegt að boðað verði til sameiginlegs fundar á sveitarstjórnarstigi milli þeirra er málið varðar í Þingeyjarsýslum.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013
Á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 12. júní sl. var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að setja sig í samband við fulltrúa annarra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til að kanna áhuga á sameiginlegum fundi á sveitarstjórnarstigi milli þeirra er málið varðar í héraðinu. Framkvæmda- og þjónustu fulltrúi gerði nefndinni grein fyrir stöðu mála.