Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

34. fundur 09. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Egill Aðalgeir Bjarnason 3. varamaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigríður Hauksdóttir varamaður
  • Sveinn Birgir Hreinsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar voru nefndarmenn ásamt starfsmönnum Norðurþings viðstaddir opnun á nýrri verkfræðiskrifstofu Verkís á Húsavík. Nefndin fagnar því að Verkís hafi opnað útibú á Húsavík og býður fyrirtækið velkomið til Húsavíkur.

1.Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni

Málsnúmer 201306034Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd kynnti sér starfsemina í Verbúðunum. Arnhildur Pálmadóttir, arkitek, leiðsagði nefndarmönnum um Verbúðirnar. Framkvæmda-og hafnanefnd frestar afgreiðslu í málinu á meðan unnið er að stefnumótun varðandi Verbúðirnar að hálfu sveitarfélagsins.

2.359. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands

Málsnúmer 201309023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Endurnýjun áramótaártals

Málsnúmer 201309017Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti að endurnýja búnaðinn og fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að málinu. Lagt fram til kynningar.

4.Erindi frá Matvælastofnun varðandi bólusetningar við garnaveiki í Skjálfandahólfi

Málsnúmer 201310002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni, vistgötur á Húsavík

Málsnúmer 201309002Vakta málsnúmer

Meirihluti f&h nefndar hafnar tillögunni en nefndin samþykkir að umferðarhraði í báðum götunum verði lækkaður úr 50 km hraða á klst. niður í 30 km hraða á klst.

6.Öryggishandbók þjónustustöðva Norðurþings

Málsnúmer 201310028Vakta málsnúmer

Unnin hefur verið öryggishandbók fyrir Þjónustustöðvar Norðurþings. Grímur Kárason hefur tekið hana saman og á hún að hjálpa starfsmönnum við að vinna í samræmi við "Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum" nr. 46/1980, með síðari breytingum og tengdar reglugerðir. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að handbókin verði innleidd hjá Þjónustustöðvum Norðurþings. Jafnframt þakkar Grími Kárasyni fyrir framtakið.

7.Framkvæmda- og hafnanefnd fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310035Vakta málsnúmer

Farið yfir úhlutaða fjárhagsramma málaflokka 07, 08, 10 og 11. Einnig rætt um mögulega eignabreytingaliði vegna næsta árs.

8.Málefni Slökkviliðanna í Norðurþingi

Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer

Í samræmi við skýrslu starfshóps þess sem bæjarstjórn samþykkti að að stofna um málefni slökkviliðanna í Norðurþingi var öllum slökkviliðsstjórum í sveitarfélaginu sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með samningsbundnum uppsagnarfresti. Samkvæmt skýrslunni skal ráða einn slökkviliðsstjóra fyrir allt sveitarfélagið. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa eftir slökkviliðsstjóra og að fela Capasent umsjón ráðningarferlisins.

9.Sögu- og bókmenntastígar, samstarfsverkefni

Málsnúmer 201309085Vakta málsnúmer

F&h nefnd samþykkir aðkomu Þjónustustöðvar Norðurþings að málinu.

10.Eimskip óskar eftir samstarfi um hafnarþjónustu á Húsavík

Málsnúmer 201308035Vakta málsnúmer

Formaður og hafnastjóri gerðu nefndinni grein fyrir viðræðum við fulltrúa frá Eimskipi en þeir komu til Húsavíkur mánudaginn 30. september.

11.Þórseyri/ Ytri Bakki- Ákvörðun um nýtingu

Málsnúmer 200909038Vakta málsnúmer

Núverandi leigendur Þórseyrar hafa sagt leigunni upp frá og með næst áramótum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að landið; Þórseyri og Ytri-Bakki verði auglýst til útleigu.

12.Staða bænda í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201305008Vakta málsnúmer

Á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 12. júní sl. var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að setja sig í samband við fulltrúa annarra sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum til að kanna áhuga á sameiginlegum fundi á sveitarstjórnarstigi milli þeirra er málið varðar í héraðinu. Framkvæmda- og þjónustu fulltrúi gerði nefndinni grein fyrir stöðu mála.

13.Tillaga frá Sigurgeiri Höskuldssyni að opna aftur veg frá Höfða niður að Norðurgarði

Málsnúmer 201310041Vakta málsnúmer

Sigurgeir leggur til að vegurinn frá Höfða niður að Norðurgarði verði opnaður aftur fyrir bílaumferð. Ávinningurinn verði minni umferð um Laugarbrekku sem væri gott fyrir íbúa þar. Þjónustustöð verði falið að gera veginn ökuhæfan og að hindra rykmyndun. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins.

14.Bílavog Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 201310042Vakta málsnúmer

Hafnarvog á Húsavík er orðin í slæmu ástandi vegna slits og tæringar og huga þarf að endurnýjun hennar. Fyrir fundinum lá tilboð í nýja bílavog sem er af nákvæmlega sömu stærð og núverandi vog. Framkvæmda- og hafnanefnd beinir þeim tilmælum að gert verði ráð fyrir endurnýjun á hafnarvog í fjárhagsáætlun 2014.

Fundi slitið - kl. 16:00.